Vikan


Vikan - 25.06.1992, Qupperneq 22

Vikan - 25.06.1992, Qupperneq 22
Á Eitt- hvert kvöldiö slæddist ég inn á Cafe Jensen. Að vanda, þegar ég hef fengið mér í glas og sé píanó, fór ég að fikta ... Siðan hef ég spilað þar um helgar. PÍANÓMENNING Á LÁGU STIGI láta kennarann spila fyrir mig lagið þannig að ég gæti heyrt hvernig það skyldi spilað. Eftir það var leikurinn auðveldur fyrir mig. Með þessu tókst mér að komast hjá því að læra nót- urnar. Ég gerði allt til aö koma í veg fyrir að ég lærði á píanó, fannst ég hafa nóg annað að gera. Þetta er líka hlutur sem ég sé eftir núna. Að hafa grundvallarþekkingu á píanó- leik hjálpar mikið því þá er maður með öðruvísi tengsl við hljóðfærið. Nám í píanóleik er þó ekki nauðsynlegt og eins og áður segir kann ég ekki að lesa nótur en hef samt eins og er meira að gera við að spila á píanó en að stilla. BARA ÍSLENDINGUR Þjóðverjar eru flestir mjög góð- ir inn við beinið. Það er bara misjafnlega langt þangað. Norður-Þjóðverjar eru til að byrja með einhvern veginn meira fráhrindandi en svo þeg- ar maður fer aö kynnast þeim eru engir betri vinir í raun. Það gerðist ýmíslegt þarna úti. Til að mynda fórum við allt- af á þriðjudögum á ákveðna krá. Þegar við vorum komnir aðeins í glas fórum við yfirleitt að gera einhverja vitleysu. Þar sem þetta var píanóbar var yfirleitt byrjað á því að spila á píanóið eða eitthvað slíkt. Eitt kvöldið var veðjað um það hvort ég gæti drukkið fimm lítra af bjór á tuttugu mínútum. Það tókst á nítján og hálfri. Svo bar einn vinnufélag- inn mig heim. Hann tók mig á öxlina eins og kartöflusekk. Af því að ég var með þetta síða Ijósa hár og það hékk laust niður vakti þetta athygli lög- regluþjóns sem þarna var. Spurði hann félaga minn hvort það væri nokkuð kvenmaður sem hann væri meö þarna á öxlinni. Félagi minn reif upp höfuðið á mér, sýndi lögregl- Unni andlitið og sagði: „Þetta er bara Islendingur sem þolir ekki þýskan bjór.“ Lögreglan kinkaði kolli, lét þaö gott heita og labbaði í burtu. Það er ekkert öðruvísi að stilla píanó hér á Islandi en annars staðar. Píanómenning á ís- landi er aftur á móti á ofsalega lágu stigi. Fólk hringir kannski á tveggja ára fresti til að láta stilla píanóið. Ég hef líka lent í píanói sem hefur ekki verið stillt í þrettán ár. Þá þarf að stilla píanóið tvisvar til þrisvar og koma svo aftur eftir smá- tíma til að fínstilla. Píanó ætti í raun að stilla um það bil einu sinni á ári. Það er ekki nóg að stilla bara heldur þarf líka að líta á spilverkið. Eftir ákveðinn tíma byrjar að koma slit á spil- verkið en ef maður stillir spil- verkið reglulega er hægt að koma í veg fyrir þetta slit. Það er líka allt annað fyrir puttana. Ef þarf að slá hratt á nótu er ekki hægt að slá hratt og oft á sömu nótu ef spilverkið er ekki stillt. Það kemur loft inn í nót- urnar, svona smávegis spil- rúm. Þetta er hlutur sem fólk venst. Til dæmis lenti ég í því úti að fara til viðskiptavinar og stilla spilverkið. Þegar ég kom til baka í verksmiðjuna hafði verið hringt og kvartaö yfir því sem ég hefði verið að gera. Því var sendur meistari til að líta á spilverkið. Spilverkið var í lagi en af því að það var al- veg eins og nýtt var það öðru- vísi en venjulega og viðkom- andi fannst áslátturinn ekki réttur. Það eru vissir hlutir varðandi píanó sem eru aldrei of oft brýndir fyrir fólki, til dæmis að setja aldrei píanó við útvegg vegna þess að útveggurinn er svo kaldur. Píanó endast alla ævi en eru samt mjög við- kvæm. Það er til að mynda mjög vont fyrir píanó að lenda í miklum hita- og rakasveiflum. Það fer mjög illa með viðinn og getur leitt til þess að hljóm- botninn rifni. Vegna þess hve veggur gleypir í sig mikinn hljóm ættu píanó að vera svona tuttugu sentímetra frá vegg. Það er að vísu fræðilegur útreikningur og ekki endilega algildur en gott er að setja það ekki alveg upp við vegg. Annað sem mér þykir hvimleitt eru píanó sem standa alltaf opin þannig að þegar þau upplitast þá upplit- ast lokið og það sem á bak við það er ekki eins. Það er hægt að geyma píanóið í myrkvuðu herbergi og þá upplitast það ekki en ekki er ég viss um að margir vilji það. CLAYDERMAN OG UDO JURGENS Við erum í það minnsta sex eða sjö hér á landi sem sjáum um að stilla píanó, jafnvel fleiri. Það ætti að vera markað- ur fyrir alla þessa menn ef fólk hugsaði um að láta stilla pían- óið sitt. Það er hins vegar varla markaður fyrir flygil-, píanó- eða sembalsmíðina. Vinnan við hönnun, teikningar, strengja- útreikning og slíkt er það mikil að verðið yrði of hátt. Ef ein- hver vill get ég samt sérsmíð- að píanó eða flygil. Hljómurinn í hverju píanói fer mikið eftir efninu í því og sérstaklega viðnum í hljóm- botninum. Við smíðuðum með- al annars flygil fyrir Richard Clayderman, þar sem um- gjörðin var úr gegnsæju plexi- gleri. Fleiri frægir píanóleikar- ar nota Schimmel, eins og Konstantin Wecker og Udo Jurgens, einn frægasti dægur- lagasöngvari Þjóðverja en hann spilar einnig á flygil úr plexigleri. í sjónvarpsþáttum eru mikið notaðir Schimmel plexiglerflyglar. Það eru meira að segja til Schimmel flyglar með innbyggðum synthesiser. Plexiglerflyglarnir gefa kannski aðeins annan hljóm en það munar ekki svo miklu. Plexi- glerflyglarnir eru mikið notaðir á opinberum hátíðum og tón- leikum þar sem allt fer í gegn- um hljóðkerfi, þannig að hljóm- munurinn skiptir ekki svo miklu máli. Tæknifræðingur hjá Schim- mel hefur einnig hannað kerfi þar sem segulsþólur eru not- aðar til að nema titringinn frá hijómbotninum og færa inn á geisladisk. Það þýðir að einnig er hægt að fara hina leiðina, til dæmis að hlusta á píanókons- ert spilaðan í gegnum kons- ertflygil. Það er alveg ótrúlegt. Með þessari tækni er hægt að hafa Ashkenazy í stofunni í gegnum geislaspilarann og hljómbotninn á flygli eða pían- ói. Náttúrulegir hljómar koma best út í gegnum píanóið. Að hlusta á fiðlukonsert I gegnum flygil er algjör geggjun. Hljóm- inum úr þessu er varla hægt að lýsa. Þessi tækni er mjög hentug fyrir miðlungsspilara. Hægt er að setja geisladiskinn á, setjast við píanóið og þykj- ast spila Rapsody in Blue eða eitthvað. Svona tækni getur nýst mjög vel í tónlistarskólum. Kennarinn getur spilað það sem hann vill inn á geisladisk, nemandinn farið með hann heim, hlustað og sþilað við - allt í gegnum píanóið. Að 22 VIKAN 13. TBL.1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.