Vikan


Vikan - 25.06.1992, Qupperneq 25

Vikan - 25.06.1992, Qupperneq 25
bekk var hann formaður Herra- nætur og það árið var sett upp skólaleikrit sem vakti mikla at- hygli hér á landi, frumsamið leikrit sem fjallar um „Húsið á hæðinni", Menntaskólann í Reykjavík þar sem lífið breyt- ist lítið þó þjóðfélagið og um- hverfið taki stöðugum breyt- ingum. „Ég fæ yfirleitt nokkrar hug- myndir á dag um það sem mig langar til að taka mér fyrir hendur. Ef ég er fullviss um að hugmyndin sé góð hika ég ekki við að framkvæma hana, oft án nokkurs fyrirvara. Til dæmis heillaðist ég af sjómennsku og þegar ég var sextán ára réð ég mig á tog- ara, án þess að láta nokkurn vita. Þrátt fyrir að mér þætti starfið oft á tíðum hörmulegt hefur sjórinn ávallt togað í mig og fjórum árum síðar fór ég aftur nokkra túra. Ári síðar réð ég mig á skútu hjá breskum hjónum og sigldi með þeim frá íslandi til Noregs og síðan þá hef ég siglt nokkr- ar ferðir um Miðjarðarhafið með þessu fólki." Að loknu námi við MR skráði Sæmundur sig í við- skiptafræði við Háskóla íslands. Þar var heimspeki hluti af náminu. Honum þóttu þetta merkileg fræði og til þess að færast aðeins nær sann- leikanum um lífið og tilveruna hóf hann nám í heimspeki. Hann segir sér líða mun betur núna eftir að hafa fengið ein- hver svör við spurningum sínum, þó mörgu sé enn ósvarað. „Ef ég hefði aðeins verið að hugsa um hagnýtt gildi náms- ins hefði ég ef til vill ekki farið í heimspekinám en löngunin til að finna svör við ákveðnum grundvallarspurningum var öllu öðru yfirsterkari. Ég er mjög ánægður með að hafa gengið í gegnum þetta nám og finnst ég hafa lært margt. Áður gekk ég út frá forsendum um lífið sem stand- ast ekki snefil af gagnrýni, eiga ekki við nokkur rök að styðjast, eru hluti af veruleika sem ég hef yfirgefið. f fyrstu tímunum var ég gjörsamlega agndofa og var alltaf að upp- götva eitthvað nýtt og nýtt... úff, lífið er svo undarlegt. Ég hef einnig komist að því að heimspeki hefur vissulega nytsamlegt gildi þvl hún kennir mönnum gagnrýnan og rök- réttan hugsunarhátt. Heim- spekingar læra einnig að greina aðalatriðin frá smáat- riðunum og komast að kjarna málsins. Með heimspekinámi er hver aðeins að læra fyrir sjálfan sig. Það eru engin ákveðin störf sem bíða í þjóðfélaginu. Aftur á móti nýtur heimspekimennt- un sífellt meiri virðingar og mér skilst að mörg erlend stór- fyrirtæki sækist eftir heim- spekimenntuðu fólki til að gegna valdastöðum innan fyrirtækjanna. Heimspekinám er mjög skapandi og hafa heimspek- ingar leiðst út í mörg ólík störf. Vissirðu að það var heimspek- ingur sem fann upp tölvuna, enda er tölva I ítið annað en vél sem búin er til utan um sára- einfalda heimspekilega hug- mynd?“ Fyrir rúmu ári hélt Sæmund- ur til Leuven í Belgíu og stund- aði þar nám í heimspeki eitt misseri, sem hann fékk metið í Háskóla íslands. „Skólinn, sem ég var í, er mjög þekktur óg góður skóli og oft kallaður „Harvard Niður- landanna". Þetta er kaþólskur skóli og mjög strangur í þeim skilningi að miklar kröfur eru gerðar til nemenda. í skólan- um hafa margir frægir menn stundað nám og má þar fræg- astan nefna Erasmus frá Rott- erdam. Leuven er mjög skemmti- legur háskólabær og snýst bæjarlífið ( raun allt um stúd- entana enda eru þeir talsvert fleiri en bæjarbúar. Það sem mér þótti skemmtilegast við að vera þarna úti var hvað ég kynntist mörgu fólki af ólíkum þjóðernum en nemendur í skólanum koma hvaðanæva að úr heiminum. Ég stofnaði Ijóðaklúbb þarna I félagi við bandaríska, hollenska, belg- íska og arabíska vini mína. Við hittumst reglulega á kaffi- húsi sem heitir Café Amadeus og lásum upp úr uppáhalds- verkum okkar við undirleik klassískrar tónlistar." Sæmundur dvaldi einnig um tíma í París og tók heimspek- ina þá utanskóla. Þegar hann kom síðan heim frá Frakklandi fyrir tveimur árum leigði hann sér herbergi á Hótel Borg. Það átti aðeins að vera til bráða- birgða enda taldi hann líf á hóteli vera bæði leiðinlegt og einmanalegt. Það fór þó þann- ig að Sæmundur ílentist á Hótel Borg og býr þar enn. Stuttu eftir að hann flutti á Borgina fengu nokkrir aðrir strákar þar inni og búa þeir nú þrír ( risinu á hótelinu en eru ívið fleiri á veturna þegar minna er um ferðamenn. Sæ- mundur vinnur fyrir leigunni sem næturvörður á hótelinu og játar að það geti verið ein- manalegt starf. „Fyrstu jólin á Hótel Borg eru mér eftirminnileg. Ég var að vinna sem næturvörður og var einn í húsinu því enginn gestur var skráður á hótelið. Ég fæ yfirleitt nokkrar hugmyndir á dag um það sem mig langar til að taka mér fyrir hendur. Ef ég er full- viss um að hug- myndin sé góð hika ég ekki við að fram- kvæma hana, oft án nokkurs fyrirvara. Um það leyti hafði ég tekið upp trompetleik sem ég stund- aði á yngri árum og spilaði nokkur jólalög til að stytta mér stundir. Á aðfangadagskvöld flækt- ust hingað tvær bandarískar stúlkur sem höfðu misst af flugi til Evrópu. Þær röktu ferðasöguna og æviferilinn fyr- ir mér, á milli þess sem ég lék nokkur jólalög á trompetinn fyrir þær. Eftir hátíðina héldu þær til Evrópu. Ég hef ekkert heyrt í þeim síðan en hótelstjórinn sagði mér frá því að honum hefði borist bréf þar sem þær 13.TBL 1992 VIKAN 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.