Vikan


Vikan - 25.06.1992, Blaðsíða 26

Vikan - 25.06.1992, Blaðsíða 26
▲ Ferðin til Króatíu hafði mikil áhrif á hann. T Sæmundur og Júlíus Kemp kvikmynda- gerðarmað- ur i góðum félagsskap i Króatíu. báöu fyrir hlýja kveöju til mín og þakklæti. Svona er lífið á Hótel Borg og þannig er líf mitt og kannski okkar flestra. Viö kynnumst fólki, lærum sitthvaö um líf þess og þrár, síðan ekk- ert meir, aðeins minningin og símanúmer í mesta lagi. Mér finnst alveg einstaklega dap- urlegt aö fletta símabókinni minni.“ í október á síöasta ári, þeg- ar stríðið hafði brotist út í Króatíu af fullum krafti, gekk Sæmundur til liðs við Króata sem eru búsettir hér á landi. Hann bauð þeim aöstoð sína og ákvað að fara með þeim til Króatíu og reyna að veita ein- hverja hjálp þar. Sæmundur fékk þá hug- mynd að gera heimildamynd um ferðina og fékk vin sinn, Júlíus Kemp, til að ráðast í þaö verkefni með sér. Það var svo um miðjan mars sem þeir héldu til Króatíu með það verkefni fyrir höndum að gera mynd fyrir Ríkissjónvarpið um lífið í Króatíu. Þessi mynd er nú langt komin í vinnslu og verður sýnd í sjónvarpinu inn- an skamms. „Ég reyndi að kynnast inn- fæddum og þeirra skoðunum sem best, en sumir áttu mjög erfitt með að tala um ástandið í landinu. Líf þessa fólks er vægast sagt hryllilegt. Það býr við stöðugan ótta og því líður yfirleitt mjög illa. Eitt sinn var ég staddur í borginni Dubrovnik sem var afskaplega fallega áður en stríðið skall á og sannkölluð listaborg. Mikið er þar um gamlar byggingar sem hafa varðveist frá því á miðöldum. Dag einn, þegar sprengjurnar dundu á borginni, skynjaði ég gífurlegan ótta sem greip um sig. Það kom mér því i opna skjöldu að sjá ungan dreng vera að dansa á veitingastað á meðan drundi í sprengjunum. Mér virtist hann ekki taka stríðið alvarlega en annað kom upp úr dúrnum því þessl strákur hafði verið að berjast í fremstu víglínu I hálft ár og var nú loksins kominn í mánaðar frí. Hann sagði mér frá þvi að þegar fyrst var ráðist á Du- brovnik hefði hver einasti maður í borginni, sem átti byssu, tekið hana í hönd, hlaupið upp á fjallið fyrir ofan borgina og barist til að verja borg sína fyrir óvinaherjum. Mjög margir féllu I þessum bardögum og strákurinn sagð- ist hafa horft á eftir mörgum góöum vinum sínum í dauð- ann. Þeir voru aðeins rúmlega tvítugir og börðust til að kom- ast lífs af en urðu að láta und- an síga.“ Eldri maðurinn hefur lokið sögu sinni. Hann hylur andlitið í höndum sér og hristist í ekkasogum. Ungi maðurinn leitar að orðum en finnur engin. Hvert orð virðist vera óviðeigandi á þessari stundu. Hann tekur eftir því að sprengj- urnar eru hætta að falla og dauðakyrrð ríkir í borginni. Úti fyrir er enn svartamyrkur og langt virðist vera þangað til sólin fær að skína á þessa fögru borg í Króatíu. iAiáiiAAAAiiáAAiAAAiAAAAA ÆVINTÝRI VERULEIKANS VTVVTVVTVTTVTVVTVVTVTVVVT Á hamingju- ráðstefnu Ihvert sinn sem ég geng inn í lyftu skima ég snöggt I kringum mig í leit að handriði. Ef handrið er í lyft- unni tek ég í það og reyni að finna hvort það er sæmilega fast við lyftuvegginn. Svo stend ég, að því er virðist hin rólegasta og bíð þangað til lyftan er komin á áfangastað. Ef ekkert handrið fyrirfinnst i lyftunni hugsa ég hratt um það hvort ég eigi að taka áhættuna eða ganga upp stigana. Mér finnst nefnilega miklu örugg- ara að hafa handrið og geta þá hangið í því ef botninn dettur úr lyftunni og ég væri þar stödd svona af tilviljun. Einu sinni hef ég fest í lyftu og upplifað hvernig óttinn læs- ir sig í hugann. Ég gat ekki far- ið að hlæja vegna þess að ég þekkti engan í lyftunni og gat því ekki farið að gera að gamni mínu eins og ég myndi hugsanlega gera annars. Þetta var háleitur hópur fólks á leið á hamingjuráðstefnu í Rúgbrauðsgerðinni. Þegar sá feitasti í hópnum gekk inn í lyftuna sagöi ég hræðslulega: „Við erum orðin of þung,“ en hann hló við, maðurinn á leið á hamingjuráðstefnuna. Var svo heppinn að vera í hópi vina, á uppleið og fannst að ekkert væri að óttast. Viti menn, það heyrðist dynkur, lyftan festist milli hæða og stöðvaðist. Fyrst urðu allir mjög undrandi. Fóru svo að spjalla í lágum hljóðum og glettast en ég fann óttann ná tökum á mér, hreinan, tæran, ótta við hættuástand sem ekki var hægt að vita hve- nær tæki enda. Fyrir undur, að því er virtist, losnaði lyftan og féll niður. Dyrnar opnuðust og út gengu hamingjugestirnir einn af öðr- um og var síðan skipt í tvö lið. Það fyrra fór upp á undan en ég ætlaði að læðast úr hópn- um og ganga stigana. Þá kom maður úr seinni hópnum og sagðist vilja fylgja mér upp svo ég myndi ekki bera varanleg- an skaða af áfallinu. Ég lét til leiðast, þetta var fallegur og gáfaður maður og það er ekki á hverjum degi að maður er á ráðstefnu sem þessari. Þarna flutti ég í fyrsta sinn Ijóð opinberlega. Mörg góð er- indi voru flutt og lifa enn í minningunni. Einnig var talað um að bíða eftir því að verða alelda. Það snarkar í eldinum. Lát- um hann loga og höldum oftar hamingjuráðstefnur. Bíðum þess róleg að verða alelda. Biðtími Þegar við verðum alelda er ekkerl fleira að segja. Þá tekur sögumaður sér hvíld og lærir að vera hljóður. ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.