Vikan


Vikan - 25.06.1992, Qupperneq 52

Vikan - 25.06.1992, Qupperneq 52
ni Ný hugmynd í myndavélarhönnun. Fer vel í hendi og er málamiölun á milli smámyndavél- ar og spegilmyndavélar. aö viðfangsefniö verður oft ansi smátt á myndinni nema fjarlægöin á milli þess og Ijósmyndarans sé þeim mun styttri. Þá eru til vélar meö tveimur linsum, sem hægt er aö smella á milli meö einu handtaki. Annars vegar er áöurnefnd gleiöhornslinsa en hins vegar er linsa hentug fyrir andlits- myndir og aörar nærmyndir, oftast 50 mm eöa 80 mm. Þriöji möguleikinn eru mynda- vélar með svokölluöum zoom- linsum sem hafa breytilega vítt sjónarhorn, 35-70 mm er mjög algengt en sumar dýrari vélanna hafa aödrátt jafnvel upp í 105 mm og macro-still- ingu fyrir súper nærmyndir. Síöastnefndu vélarnar hafa verið í örri þróun undanfarið og eru mjög skemmtiiegar og þægilegar. Þó aö ekki fari al- veg eins lítiö fyrir þeim og vél- um meö einni eöa tveimur föstum linsum sameinar zoom-linsan allt aö fjórar linsur og þaö er drjúgur farangur ef maöur er meö vél meö skipt- anlegum linsum. Annar grundvallarmunur á smámyndavélum og mynda- vélum meö skiptanlegum lins- um er aö á þeim síðarnefndu sér Ijósmyndarinn myndina sem hann ætlar aö taka ná- kvæmlega í gegnum linsuna og Ijósmælingin fer einnig fram í gegnum hana. Ef vélin er hins vegar meö fastri linsu er sérstakur gluggi eöa mynd- leitari sem miöar út hvernig myndin fellur á filmuna. Sé fjarlægðin á milli myndavélar- innar og viðfangsefnisins mjög lítil getur myndast ákveöin skekkja þannig að ekki verður fullkomin samsvörun á milli þess sem sást í myndleitaran- um og þess sem endar á film- unni. Þetta er svokölluð sýnd- arhliörun en einfalt dæmi um hana er ef maður horfir á á- kveðinn hlut með ööru auganu og skiptir svo yfir á hitt augað. Þá er eins og hluturinn færist. Þetta er sérstaklega áberandi eftir því sem aðdráttur linsunn- ar er meiri. Kosturinn við að hafa sérstakan myndleitara er sá aö vélin er hljóðlátari þegar smellt er af og minni líkur á aö myndin verði hreyfð. Ástæöan er sú aö myndavélar meö skiptanlegum linsum eru meö spegli sem smellur upp um leið og lokarinn opnast en lok- arinn er í linsunni i smá- myndavélunum. Ódýrustu smámyndavélarn- ar eru yfirleitt alsjálfvirkar en eftir því sem þær eru dýrari bjóða þær upp á fleiri handstill- ingar. Þessu er akkúrat öfugt fariö meö myndavélar með skiptanlegum linsum. Einungis þær dýrari hafa möguleika á sjálfvirkum fókus og sjálfvirkri Ijósmælingu. Hin fullkomna spegilmyndavél - aö mínu mati - gefur Ijósmyndaranum kost á vali á mismunandi möguleikum á sjálfvirkni og aö geta hliðrað þeim til að vild meö handvirkni. Þaö er eins meö myndavélar og annan neysluvarning aö þeim mun dýrari sem þær eru þeim mun vandaöri eru þær og gefa fleiri möguleika. Verðið er einfald- asti mælikvarðinn fyrir gæöin og stærri framleiðendur eru yfirleitt með framleiöslu sem hægt er aö treysta. Þau atriði sem ég mundi fyrst og fremst hugsa um viö kaup á nýrri smámyndavél meö fastri linsu eru eins og áður sagði; pers- ónulegar þarfir, verð, brenni- vídd linsu, ásamt eftirtöldum eiginleikum: 1. Hvert er stærsta mögulega Ijósop linsunnar? Þeim mun stærra sem Ijósopið er þeim mun meiri breidd er í notkun- armöguleikum á filmum og birtuskilyröum. 2. Flassmöguleikar. Er hægt að slökkva og kveikja á flass- inu aö vild? Er hægt aö nota flassið sem stuöningsljós- gjafa? Er möguleiki á forflassi áður en lokarinn opnast til að koma í veg fyrir rauö augu? 3. Er hægt aö hliðra til sjálf- virkri Ijósmælingu meö hand- stillingu, það er undir- og yfir- lýsa? Er hægt aö handstilla Ijósnæmisstillingu, ISO? 4. Hverjir eru möguleikarnir á lokarahröðum og er um still- ingu á þeim aö ræöa? 5. Hvaða möguleikar eru á sjálfmyndatökum. Sumar vélar hafa fjarstýringu eöa geta tek- ið myndir með ákveðnu milli- bili? Þaö er um miklu fleiri atriði að ræöa þegar valiö stendur um vél með skiptanlegum lins- um en við verðum að láta okk- ur nægja aö nefna einungis þau helstu hér. 1. Fyrst skal huga aö hvaöa fylgihlutir eru í boði. Er hægt aö nota bæöi linsur meö sjálf- virkri og ósjálfvirkri fókusstill- ingu? , 2. Úr hvernig efni er vélin, þolir hún hnjask? 3. Hverjir eru möguleikarnir á sjálfvirkni? Er alsjálfvirk Ijós- mæling (Program), sjálfvirk hraðastilling, sjálfvirk Ijósops- stilling? 4. Er filmuhleðsla og færsla sjálfvirk? Hvaö er hægt að taka margar myndir á sek- úndu? 5. Er fókusinn sjálfvirkur og hvers konar sjálfvirkni er þá um að ræöa? 6. Hvaöa hraöastillingar eru á lokaranum? Á dýrari vélum er jafnvel hægt aö taka myndir á hraöanum 1/8000 úr sekúndu og þá er spurningin hvort það sé peninganna virði. Er kostur á vélrænni hraðastillingu sem er ekki háð rafmagni? Hvaða flasshraöar eru mögulegir? 7. Hvernig Ijósmælir er í vél- inni? Er boðiö upp á punkta- mælingu eða svokallaða matr- ix-mælingu sem er Ijósmæl- ingarkerfi sem er uppbyggt á mati á hundruðum þúsunda mynda? Hvernig mælir mynda- vélin flasslýsingu og er önnur tenging fyrir flassiö en raufin ofan á vélinni? 8. Er hægt aö skoöa fókus- dýpt? 9. Er hægt aö festa upp speg- ilinn til að koma í veg fyrir hreyfingu? 10. Er möguleiki á aö stilla glerið í myndleitaranum eftir sjón Ijósmyndarans? Svona mætti lengi halda á- fram og gleyma því aö aðalatr- iöiö er aö vera meö vakandi auga og góö myndavél þýöir ekki endilega góöar myndir. Þaö er sorglega mikið af fólki sem fær sér vélar sem eru langt fyrir utan þekkingarsviö þess og þaö nýtir engan veg- inn möguleika þeirra. Lokaniö- urstaðan í myndavélarvalinu hlýtur því aö vera sú aö betra sé aö vera meö vél meö fáum möguleikum sem maður þekk- ir en hafa kannski flóknari vél sem maður kann ekki að nota. Oft er leitað langt yfir skammt og mestur lærdómur getur ver- ið í að vinna meö einfalda myndavél sem býður ekki upp á sjálfvirkni. Eitt af því skemmti- legasta viö Ijósmyndun er að maöur lærir ekki síður á því aö taka misheppaöar sem vel heppnaðar myndir og mis- heppnuðu myndirnar geta ver- iö þær best heppnuðu þegar upp er staðiö. 52 VIKAN 13. TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.