Vikan


Vikan - 25.06.1992, Page 54

Vikan - 25.06.1992, Page 54
Eva Kristjáns- dóttir, 7. önn: Grænn samkvæmis- kjóll og jakki. KUEÐASKURÐUR EDA KJÓLASAUMUR í raun er fataiðndeildinni skipt í klæðaskurö og kjólasaum. Fyrstu þrjú árin eru nemendur til jafns í báðum greinunum eða í sex annir. Á sjöundu og síðustu önninni velja þeir á milli þess hvort þeir vilja út- skrifast sem klæðskerar eða kjólasaumarar og taka þá sveinspróf í öðru hvoru. Nemendurnir eru samt sem áður nokkuð jafnvígir á báöum fyrrgreindum svið- um. Meðal greina sem kenndar eru má nefna efnisfræði, tísku- teikningu og sníðagerð, svo og verksmiðjufræði og stjórnun svo örfá dæmi séu nefnd. Að sögn þeirra Huldu Kristinsdóttur og Huldu Ragn- heiðar er námið erfitt og krefst mikillar ástundunar. Þær sögðu að skólinn hjá þeim heföi tekið að jafnaði um 48 stundir í viku á síðustu önninni auk heimavinnunnar. Inn í deildina eru teknir 28 nemend- ur á fyrsta ári en aðeins er helmingnum af þeim heimilt að hefja nám á annarri önninni. Þær stöllurnar fullyrða að mjög gott sé ef nemendur séu til dæmis búnir að Ijúka verslun- arprófi svo þeir eigi að baki bóklegar greinar sem ella bættust ofan á sjálft iðnnámið. Þær segja aö það eitt sé svo viðamikið að varla sé unnt að bæta á þá stundatöflu þegar námið er komið á skrið. Mörg- um hefur þótt nauðsynlegt að taka bóklegu greinarnar í kvöldskóla til þess að geta lok- ið námi á tilsettum tíma. Auk annanna sjö þurfa nem- endur að Ijúka fjórum mánuð- um í starfskynningu úti á vinnumarkaðinum á sauma- stofum og klæðaskeraverk- stæðum, sem reyndar ekki er mikið um hér á landi. Því verða nemendur oft að láta sér lynda að vinna færibanda- vinnu í fyrirtækjum þar sem fjöldaframleiðsla fer fram. Aö M VIKAN 13. TBL 1992 Perla Rúnars dóttir, 6. önn Fjólubleik jakkaföt.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.