Vikan


Vikan - 25.06.1992, Síða 62

Vikan - 25.06.1992, Síða 62
Nýjung í Fjörukránni: Þeir voru vígalegir og illir ásýndum, víkingarnir sem lögöu upp að skipi gestanna og smöluöu þeim um borð til sin. Aö sjóferðinni lokinni voru haldnir svokallaðir víkingaleikar fílhraustra pilta. Þessir atburðir áttu sér stað á sjómannadaginn og er stefnan sú að leikar sem þessir verði árviss viðburður í tilefni sjómannadagsins. FRÍAR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÓNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensásvegi 10 - þjónar þér allan sólarhringinn Tíðindamaður Vikunnar var með mikilli viðhöfn gerður að heiðursvíkingi þetta kvöld ásamt nokkrum öðrum. Segir i skjali því sem afhent er af þessu tilefni að viðkomandi hafi bund- ist blóðböndum við hinn ramm- hafnfirska vikingasöfnuð í Fjörukráarumdæmi, útnefnist um leið heiðursvíkingur og njóti friðhelgi goðanna í hvivetna. Slíkir víkingar munu skipa lög- réttu í Hafnarfjarðargoðorði í framtiðinni og fara með löggjaf- arvald innan þess. Ffjörukráin, Strandgötu 55 í Hafnarfirði, er þekkt fyrir að fara ekki troðnar slóðir í veisluhöldum og sem dæmi um þaö eru víkinga- veislurnar í Fjörugarðinum löngu orðnar landsþekktarfyrir frumleika, ógleymanlega stemmningu og lifandi og þjóðlega tónlist þar sem þjón- ustustúlkur ganga syngjandi um beina og uppáklæddir vík- ingar sjá um að hlaða krásun- um á borð. Nú hafa eigendur Fjörukrár- innar bryddaö upp á enn einni nýjunginni fyrir gesti sína og kallast hún víkingarán. Er um að ræða annaðhvort tveggja tíma skoðunarferð um Hafn- arfjörð með leiðsögumanni og/ eða sjóferð. I skoðunarferðinni er komið við á ýmsum stöðum, svo sem í Víöistaðakirkju, • Sjóminja- safninu, Byggðasafninu, Hafn- arborg, golfvelli Keilis og lista- safninu Straumi, svo eitthvað sé nefnt. í lok ferðarinnar fer fram svokallað víkingarán þar sem fullvopnaðir og fremur ófriðlegir víkingar ræna gest- unum og verða þeir að gefa sig víkingunum á vald og taka þátt í því sem upp á kann að koma það sem eftir er ferðar- innar. Henni lýkur síðan með heljarinnar víkingaveislu ann- að hvort í Fjörukránni eða Fjörugarðinum, en það er yfir- byggöur upphitaður garður gerður í líkingu við langhús fornmanna og er yfirbragð þar allt hið þjóðlegasta. Þess má geta aö miklar endurbætur hafa verið gerðar á garðinum frá þvi hann var fyrst opnaður vorið 1991. Fjörukráin sjálf er í einu elsta húsi Hafnarfjarðar og var það byggt árið 1841. Það hefur nýlega verið endurnýjað í upp- m runalegri mynd þannig að eng- 3 inn kemst hjá því að finna fyrir o þeim góða anda sem þar ríkir. O SJÓRÁN O' co Hin nýjungin er eins og hálfs g tíma sjóferð á vel búnu fleyi frá Reykjavík eða Kópavogi til O Hafnarfjarðar. í siglingunni er ö? skálað úti fyrir Bessastöðum m fyrir forseta landsins og þjóð. I § rútunni á leiðinni að bátnum m eða á meðan á siglingunni íE: stendur lenda gestir í víkinga- ^ ráni og verða að sýna víking- co unum fyllstu undirgefni. O Ef ránið fer fram í rútunni z spretta víkingarnir einhvers staðar fram úr felustöðum sín- um meðfram veginum. Sé það hins vegar á sjó koma víking- arnir á víkingaskipi að síðu báts gestanna og nema þá á brott með sér á víkingaskip- inu. Sigla þeir til Hafnarfjarðar meö gestina og endar siglingin við bryggju veitingastaðarins þar sem haldið er í herlega víkingaveislu eins og þær ger- ast glæsilegastar, en slíkar veislur eiga sér enga hlið- stæðu hér á landi. □ ISLENSKUR MATUR A HÓTEL LOFTLEIÐUM T Á Hótel Loftleiðum er leitast við að sameina alla mikilvægustu þætti veitingamennskunnar; góðan mat og góða þjón- ustu í skemmtilegum og vistlegum húsakynnum. ótel Loftleiðir efnir í sumar til kynningar á íslenskri matvæla- framleiðslu með það fyrir aug- um að vekja athygli ferðafólks og íbúa höfuðborgarsvæðis- ins á því hve langt íslensk fyrirtæki hafa náð á þessu sviði og á gæðum íslensks hráefnis. Hótelið efnir til þess- arar kynningar í samvinnu við íslensk matvælafyrirtæki. 62 VIKAN 13. TBL. 1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.