Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 39
Ást, sambúð og félagsskapur ætli líka að fara inn í jafnara og
ánægjulegra tímabil. Mögulegt er að maki þinn hafi áform sem
snerta störf í útlöndum og að þau korni þér til góða á einn eða
annan hátt. Einnig gæti komið til að þið sæktuð skemmtilega
fyrirlestra og nántskeið eða færuð í háskóla saman. Eigir þú
engan maka gætu þessi sömu námskeið leitt til nýrra sambanda
og meira að segja hrifningar.
I því samhengi borgar sig ævinlega að bíða eftir Venusar-
tímabilum og það á einnig við um fjármálin. Tímabilin eru: 1.
til 7. janúar, 5. febrúar til 2. mars, 29. mars til 23. apríl, 17. maí
til 10. júní og þá sérstaklega 6. til 29. júlí, 24. ágúst til 16. sept-
ember, 11. október til 3. nóvember og 28. nóvember til 21. des-
ember. Á þessum Venusartímabilum eru meiri líkur á að boðs-
kortin streymi inn, nema þú viljir bjóða heirn til þín, vegna þess
að þú verður í gjafmildiskasti þennan líma. Þú gætir haft aukna
þörf fyrir að fegra tilveruna, kannski með fallegum hiutum,
góðum mat, góðum félagsskap eða listum á Venusartímabilun-
um - farðu því varlega. Þetta gæti orðiö dýrt, nema þú fáir aðra
til að borga fyrir þig.
VIKAN 37