Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 45
um spennandi möguleikum. Mestu máli skiptir að reikna og
skammta mjög nákvæmlega af tíma þínum, orku og fjármun-
um.
Mikilvægt er að setja líkama, mataræði og heilsu fremst í for-
gangsröðina, svo að þú aukir orkuna. Vafasamt væri að láta
vinnu og verkefni fara þannig með þig að orkan nýtist upp til
agna. f því tilviki gæti staða Satúrnusar þýtt skakkaföll og sjúk-
dóma og það myndi einmilt koma í veg fyrir að hægt væri að
nýta sér hinar spennandi Júpíterafstöður.
Orkan getur aukist mikið á Marstímabilum ársins og það
fyrsta er frá 23. janúar og alveg aftur lil 25. maí.
Árið hefst því með annríki. Næsta Marstímabil er frá 22. júlí
til 7. september og frá 21. október til 30. nóvember. Vertu vak-
andi þegar Mars fer í gegnum Vog snemma í september og
þegar Venus og Mars, hinir eilífu elskendur himnanna, hittast í
Bogmanni í nóvember.
Ef þér býðst verkefni á árinu sem kalla á góða líkamsþjálfun
er hægt að koma því þannig fyrir að þau megi inna af hendi á
Marstímabilum. Sambönd ættu að ganga vel á komandi ári.
Oskir þú eftir meira kryddi í tilveruna geturðu stefnt á félags-
skap á Marstímabilunum og á þeim tímabilum sem Venus er
með þér.
Þau eru frá 8. janúar til 5. febrúar, 3. mars til 28. mars, 11.
júní til 5. júlí, 30. júní til 23. ágúst, 17. september til 10. október,
14. til 27. nóvember og 22. til 31. desember.
Haustið getur orðið sérlega viðburðaríkt og þroskinn getur
aukist mikið á þeim sviðum sem nefnd eru í stjörnuspánni eða
öðrum þeim sviðum sem þú leggur áherslu á.
VIKAN 43