Vikan


Vikan - 20.08.1995, Síða 14

Vikan - 20.08.1995, Síða 14
FORSÍÐUSTÚLKAN óstyrk í prófinu en það hjálp- aði mér til að ná fram þeim tilfinningum sem ég þurfti að túlka.“ Að inntökuprófinu loknu hélt Þórunn til Mílanó þar sem hún starfaði sem fyrir- sæta. Áður en hún hélt suð- ur á bóginn bað hún forráða- menn leiklistarskólans um að senda svarbréfið til ís- lands. börn leikara kom Þórunn fram í nokkrum uppfærslum þegar hún barn og er því ekki ókunnug leiksviðinu. Hún söng til dæmis hlutverk frú Jafet í sýningunni Nóa- flóðið, sem íslenska Óperan setti á svið, og meðal þeirra verka, sem hún kom fram í við Þjóðleikhúsið, voru Olí- ver Twist og Sögur úr Vínar- skógi. Meö þessa Ijósmynd í möppunni sinni fékk Þórunn æöi mörg fyrir- sætustörf á Mílanó. Þórunn kunni vel viö sig á Ítalíu nema hvaö henni fannst karlmennirnir alltof kven- samir. „Þremur vikum síðar hringdi mamma í mig og sagðist halda á bréfinu í hendinni. Ég hafði tekið af henni loforð um að opna það ekki fyrr en hún hefði hringt í mig. Ég varð svo ánægð þegar ég heyrði að ég hefði komist inn í skólann að tárin tóku að streyma niður kinnarnar." Þórunn Ijómar öll þegar hún rifjar þetta upp, enda ef- laust eitt af mikilvægustu augnaþlikunum í lífi hennar. Eins og algengt er með Þórunn heldur mikið upp á söngleiki og einn af þeim, sem hún heldur mest upp á, er Gæjar og píur sem Þjóð- leikhúsið setti upp fyrir um það bil tíu árum. Móðir Þór- unnar fór þar með eitt aðal- hlutverkanna. „Ég held að ég hafi séð Gæjar og píur nær 30 sinn- um. Eftir hverja sýningu dreymdi mig um að fá að fara upp á svið og leika. Mér hefur alltaf liðið vel á sviði, enda alin upp við það.“ Söngleikir eru einmitt á námskrá Webber Douglas Academy of Dramatic Art og hlakkar Þórunn mikið til að fá að takast á við þá. Tónlist er líka stór þáttur í náminu og þar er Þórunn á heima- velli. Hún hefur bæði lært á þíanó og trompet og er nú farin að „fikta við gítar" eins og hún orðar það. Faðir hennar, Lárus Sveinsson trompetleikari, ýtti undir tón- listaráhuga Þórunnar og systra hennar og hafa þær allar lært á hljóðfæri. Systur Þórunnar heita Ingibjörg, sem starfar sem flugfreyja, og Hjördís Elín sem er nemi í Kvennaskólanum í Reykja- vík. „Við fölskyldan vorum stundum kölluð Trappfamily eftir fjölskyldunni í Sound of Music því við vorum alltaf syngjandi," segir Þórunn hlæjandi. „Síðustu árin hefur áhugi minn á söng sífellt aukist. Þegar ég var í Mílanó sótti ég nokkra söngtíma hjá Elsu Waage söngkonu sem er þar búsett.“ Þórunn hefur stundað fyr- irsætustörf undanfarin þrjú ár, til dæmis í Japan, Þýska- landi og á Norðurlöndunum. Aðallega hefur hún þó unnið í Mílanó þar sem hún komst á samning hjá tískuhúsi Moschino. Ástæðan fyrir því að Mílanó varð fyrir valinu var meðal annars sú að góð- ur vinur Þórunnar var að fara þangað í nám. „Það var gott að vita til þess að ég gæti leigt íbúð með einhverjum sem ég þekkti. Það er dýrt að leigja einn og svo er áhættusamt að búa með fólki sem maður þekkir ekki. Einu sinni leigði ég með þýskri fyrirsætu sem var hálffurðuleg. Hún var háð eiturlyfjum og var alltaf að taka einhverjar töflur. Stúlkan átti kærasta og að minnsta kosti þrjú viðhöld að auki sem allir voru 20-30 ár- um eldri en hún. Ég fékk nóg af búa með henni þegar ég stóð hana að því að nota tannburstann minn.“ Eiturlyf eru ekki eina vandamálið í fyrirsætubrans- anum. Áttruflanir hafa lengi loðað við hann. „Sumir fatahönnuðir, eins og til dæmis Armani, vilja að fyrirsæturnar séu aðeins skinn og bein. Það verður til þess að þær reyna sífellt að grenna sig meira. Um þess- ar mundir er í tísku að hafa fyrirsæturnar lausar við allan kynþokka. Þær eiga að vera horaðar og helst að líta út eins og eiturlyfjasjúklingar. Ég myndi frekar hætta í fyrir- sætustarfinu en að fara í megrun. Mér finnst svo gam- an að borða.“ Þórunn kunni vel við sig í Mílanó en ítalskir karlmenn féllu henni ekki í geð. „Þeir eru yfirleitt mjög uþþáþrengjandi og hrópa að manni „Ciao, bella" í tíma og ótfma. Það er ekki hægt að vera vinur þeirra því þeir fara alltaf að reyna við mann. Ég þoli það ekki. Flestir vina minna hér á landi eru hins vegar karlmenn og þótt stundum sé sagt að íslenskir karlmenn séu kaldir í viðmóti kunna þeir sig þó nógu vel til að sýna konum hlýju þegar það á við.“ Þórunn er með heilbrigt og norrænt útlit og er því oft fengin til að sitja fyrir í aug- lýsingum og á myndböndum sem krefjast ferskleika. Þrátt fyrir að strangt nám sé fram undan ætlar hún ekki að hætta að vinna heldur hyggst halda áfram að vinna sem fyrirsæta í skólafríum. Þórunn var framkvæmda- stjóri fegurðaramkeþþni ís- lands 1995 og þótti henni farast það vel úr hendi. „Starfið reyndi bæði á skipulagshæfileikana og fjár- málavitið og ég lærði mikið á því. Listamannslífið heillar mig þó enn meira og hefur alltaf gert, enda alin uþp í því. Foreldrar mínir hafa haft mjög mikil áhrif á mig og ég er mjög lík þeim. Ég hef ró- lyndið frá pabba en já- kvæðnina frá mömmu.“ Sigríður þótti snemma góð gamanleikkona og ekki er ólíklegt að Þórunn geti sér gott orð á því sviði. „Draumaverkefnið mitt væri að fá að leika ( áramóta- skaupinu. Mér hefur alltaf þótt skaupin mjög skemmti- leg og kann sum þeirra utan að.“ Þegar blaðamaður hefur orð á því hvað þjóðin eigi fáa kvengrínista, alltént hafi hann ekki orðið var við nein- ar Radíussystur, brosir Þór- unn og segir íbyggin: „Bíddu bara í þrjú ár.“ Það er ekki laust við að maður fari að hlakka til þess að Þórunn Lárusdóttur út- skrifist sem leikkona. □ 14 VIKAN 8. TBL. 1995

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.