Vikan


Vikan - 20.08.1995, Blaðsíða 32

Vikan - 20.08.1995, Blaðsíða 32
STARFAÐ ERLENDIS listarmenn á borð við Dwight Yoakam og Guns’n Roses og nú síðast var hann að klippa myndband við titillag myndarinnar „Dumb and Dumber“ með þeim télögum Jim Carrey og Jeff Daniels í aðalhlutverkum. Utan úr fár- viðrinu - þar sem enn rignir köttum og hundum (cats and dogs) - stígur hann inn í yl- inn, holdvotur og eldhress. næturnar sem ég átti auðvit- að að gera. En mér leiddist svo mikið að ég fór að fletta bæklingum þar sem verið var að setja upp klippigræjur og las þá eina nóttina. Ég fór að fikta við tækin sem ég mátti nú ekki gera en eitt af því sem húsvörðurinn átti að sjá um var að taka upp á band efni sem sent var um gervihnött frá bresku músík- „Maður hefur Mér leikur fyrst forvitni á að biarga vjta ^vað hafi borið hann svo ser sialfur hvaó , , , semáhefur lan9f fra sogueyjunm og duniö. Þaö er hvert hann stefni, þessi sér- nokkuó sem er |ega notalegi maður? ometanlegt." jíg Qg unnus(a m(ni Linda Björk Bragadóttir, komum hingað fyrir fimm árum síð- an.“ „Ég hafði verið að vinna á Stöð 2 og var eiginlega bú- inn að gera allt þar sem mig langaði til að gera. Það er nú reyndar saga að segja frá því hvernig ég byrjaði að vinna á Stöðinni. í upphafi Stöðvarinnar var ég ráðinn sem húsvörður í Myndver- inu. Það vantaði einhvern til þess að vakta húsið meðan smiðirnir voru að byggja og allt var á lokastigi fyrir opnun Stöðvarinnar. Ég gerði það að sjálfsögðu. Rafvirkjarnir mættu fyrst á morgnana og fundu mig þá oftar en ekki sofandi á gólfinu og voru farnir að gera grín að því svo ég ákvað að fara að vaka á stöðinni „Music Box“ (undan- fari MTV). Næstu nótt á eftir notaði ég svo efnið og klippti upp úr því einn þátt. Þar sem ég var að klára þetta labbaði Jónas R. Jónsson inn og spurði hvað ég væri að gera. Ég sagðist bara vera að leika mér og þá vildi hann fá að sjá þetta. Ég spólaði til baka og sýndi honum þetta og var ráðinn klippari eftir hádegi! Minn ferill hófst því þarna sem klippari á músíkmyndbönd- um og næstu nótt var ráðinn annar næturvörður! Ég hafði aldrei velt því fyrir mér fyrr hvað sjónvarp væri en þarna varð ekki aftur snú- ið. Þetta var eitthvað fyrir mig. Ég vann eftirleiðis við klippingar, tökur og fram- leiðslu, og guð má vita hvað, og þar sem ég var kominn með bakteríuna langaði mig að mennta mig í sjónvarps- og kvikmyndagerð." LANGAÐI AÐ BREYTA TIL „Ég var ekki nema tuttugu og tveggja ára gamall og kærastan, Linda, var búin með skólann. Hana langaði til þess að fara að læra graf- íska hönnun svo við slógum bara til. Los Angeles er nátt- úrlega hjarta sjónvarps- og kvikmyndagerðar svo það kom eiginlega ekkert annað til greina. Ekki nóg með að þetta sé Hollywood heldur eru flestallir í borginni á ein- hvern hátt tengdir kvik- myndaiðnaðinum og sjón- varpi. Við reiknuðum með að vera þrjú ár í B.A. námi og héldum satt að segja að við myndum taka fyrstu vél heim eftir útskrift en við erum hér enn. Smátt og smátt kemst maður betur inn í alla hluti og fer að verða hluti af sam- félaginu. Það er líka mjög heillandi að reyna eitthvað nýtt. Auðvitað spilar inn ( að ástandið heima er kannski ekki allt of gott í augnablik- inu og því gott að reyna fyrir sér annars staðar1'. Hvernig stór á því að þú fórst að vinna með köppum eins og Guns ’n Roses og kántrýstjörnunni Dwight Yoakam? „Eftir að ég kláraði skól- ann hef ég verið að vinna fyrir fjóra leikstjóra sem ég vinn allt fyrir. Einn þeirra er íslendingurinn Ágúst Jak- obsson sem á dögunum skrifaði undir samning við Fm Rocks, mjög stórt fram- leiðslufyrirtæki á myndbönd- um. Ég hef klippt allt fyrir hann, þar með talið heimild- armynd og kynningarefni um Guns ’n Roses sem var mjög skemmtilegt og margra mánaða vinna. Ég á Gústa mikið að þakka enda gengur þetta allt saman út á að þekkja mann sem þekkir mann. . .“ EINAR OG UMBOÐSMAÐUR DWIGHT YOAKAM Í ÓLSEN ÓLSEN „Annar leikstjóri, sem ég vinn fyrir, hefur verið að leik- stýra myndböndum fyrir Dwight Yoakam og það er nú eiginlega mjög skemmti- leg saga á bak víð það. Fyrsta myndbandið, sem ég gerði fyrir hann var „Try not look so pretty" sem er af síð- ustu plötunni hans „This time". Dwight er þannig karl að hann þarf alltaf að vera á staðnum hvað svo sem hann er að gera. Það má enginn gera neitt nema hann sé til staðar. Þannig er hann í rauninni algjör bakverkur fyrir leikstjóra. Leikstjórinn fékk ekki að vera með við klippinguna. Dwight sagðist vilja vera með klipparanum og engum öðrum. Þannig sat ég með honum þarna í fjóra sólarhringa fyrst. Hann er mjög Ijúfur maður þótt hann sé svona kröfuharður. Hann hefur mik- inn áhuga á íslandi og veit töluvert um landið. Hann er mikill áhugmaður um veð- hlaupahesta og átti meira að segja hest sem hann kallaði „Sea Reykjavík" einhverra hluta vegna. Þegar kom að því að vinna næsta mynd- band hafði umboðsmaður hans samband við mig og boðaði mig á skrifstofuna til Dwights næsta dag þar sem átti að klippa. Nú, ég mætti þangað og þar var búið að setja upp öll tæki og allt klárt, en Dwight er annars frægur fyrir það að mæta aldrei á réttum tíma, hvar sem hann er. Umboðsmað- urinn kom til mín og sagði að ég þyrfti að bíða, hann hlyti að fara að koma. Svo hringdi síminn og þar var Dwight á línunni í einkaþotu yfir Kans- as með Dennis Hopper og Peter Fonda á leið á stærstu veðreiðakeppni Bandaríkj- anna en henni hafði hann gleymt! Hann sagði mér því bara að mæta í fyrramálið, hann yrði kominn þangað í tíma. Ég mætti svo aftur daginn eftir og það leið og beið og ekkert bólaði á Dwight en þar sem ég hafði kennt umboðsmanninum Ólsen Ólsen sátum við og spiluðum allan daginn. Næsta dag mætti ég og enn og aftur hófumst við handa við Ólsen Ólsen og drukkum bara bjór. Þrem dögum síðar birtist svo Dwight í dyragætt- inni eins og ekkert hefði ískorist og vildi fara að byrja! Á milli þess sem við vor- um að'vinna spurði hann mikið um ísland og fannst auðheyrilega mikið til þess koma hvað við erum fá. Það var augljóst að hann var af- skaplega vel lesinn og fróður um margt. . . greinilega maður með allt á hreinu. Hins vegar sagði hann lítið eða ekkert af sjálfum sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.