Vikan


Vikan - 20.08.1995, Blaðsíða 25

Vikan - 20.08.1995, Blaðsíða 25
STJÖRNUSn& FYMR SEPIEMBER HRÚTURINN 21. mars - 20. apríl Líttu á þann tíma, sem þú verð til að fara ofan í saumana á ýmsum málefnum og smáatriðum í vinnunni, sem undirbúning framtíðar- innar. Annars er hætt við að tiltætian- ir og kröfur annarra f þinn garð eigi eftir að hafa veruleg áhrif á þig. Auk þess mun smámunasemin nýtast þér til þess að gera nákvæmari áætlanir og í samningaviðræðum um laun og stöðu. En gleymdu ekki eigin heilsu. Nú er ágætur tími til þess að meta hvað í heilsufarinu, hamingjunni eða örygginu þarf að athuga sérstaklega. NAUTID 21. apríl-21. maí Ást og hamingja eru aðalsmerki mánaðar- ins og auðvelda þér þess vegna að slaka á og njóta lífsins. Á hinn bóginn gætirðu orðið grandalaus gagnvart ýmsum til- boðum. Það gæti því reynst erfitt að finna jafnvægið annars vegar milli heilbrigðr- ar skynsemi, þar sem Satúrnus á í hlut, og hins vegar væntinga og drauma, þar sem koma við sögu Úran- us og Neptúnus. En vogun vinnur og vog- un tapar þannig að þú skalt láta slag standa ef þú vilt á annað borð breyta um lifnaðarhætti. Það getur síðan leitt til þess að þú finnir hjá þér eig- inleika sem þú vissir ekki um. TVÍBURARNIR 22. maí - 22. júní Frá 23. ágúst, þegar sólin snerti þann streng í Tvíburamerkinu sem hefur með lífsmynstur að gera og fullt tungl í Meyjarmerkinu fylgdi í kjölfarið, varð Ijóst að breytingar væru óumflýjanlegar. Verðu fyrri helmingi septembermánaðar til þess að velta fyrir þér ýmsum möguleikum í stöðunni. Taktu síðan ákvarðanir í framhaldi af því, þó ekki síöar en þann 14. Þegar þú hefur valið þér tiltekna stefnu ætti allt að falla í Ijúfa löð, næstum eins og fyrir galdra sakir. fKRABBINN 23. júní - 23. júlí Allir eru nú að biða eftir að þú ákveðir þig í tilteknu máli. Þér kann að líka það ágætlega að aðrir láti sig þínar fyrirætlanir varða en þetta aukna mikilvægi þitt getur ennfremur valdið þér hugarangri loksins þegar þú hefur tekið af skar- ið. Athyglin getur ruglað þig í ríminu og þú vilt stundum vera laus við hana til þess að geta einbeitt þér að því sem í raun og veru er í brenni- depli. Straumhvörf verða þann 14. og þegar allt er um garð gengið kemstu að því að reynslan af því að hafa tekið á málinu er dýrmæt og verður ekki frá þér tekin. En þegar endanlega hefur verið búið um hnút- ana skaltu tafarlaust sinna eigin hugðarefnum. LJÓNID 24. júlí - 23. ágúst Óraunhæfar hugmyndir verða sjaldnast að veruleika, alveg sama hversu forvitnilegar þær eru. Þetta gildir ekkert síður um fjármálin en annað og þú verður vör við það í septembermánuði þegar færi gefst til að koma á reglu í þeim efnum. Frestaðu því ekki að horfast í augu við vandann því aðeins á þann hátt finnurðu farsæla lausn. Eftir það geturðu litið til nýrra hugmynda og kynnt þær fyrir öðru fólki. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Sólin er nú í Meyjarmerkinu og hagnýtnimáninn Satúmus einnig. Þetta gerir það að verkum að í hönd fer góður timi til þess að sinna þeim vandamálum sem standa þér næst. Hafðu í huga ýmsa möguleika sem gerðu fyrst vart við sig snemma árs þvi um þessar mundir munu líklega skjóta upp kollinum einstaklingar sem gera þér kleift að nýta þér þessa kosti. Meyjar láta sér ekki vaxa í augum þótt þær þurfi að hafa fyrir hlutunum og nú er rétti tíminn til þess að láta hendur standa fram úr ermum. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Þótt ýmislegt sé þess eðlis að hreint sé gengið til þeirra verka þá á það ekki við um fjármál þín þessa dagana. Þar er til heilla best að beita lipurð, þolinmæði og inn- sæi. Slík framganga mun verðlaun- uð með vendipunkti þann 14. í einkalíf- inu eru ýmsar blikur á lofti sem eiga há- mark sitt í undarleg- um atburðum með nýju tungli í Vogar- merkinu þann 24. SPORÐ- DREKINN 24. okt. - 22. nóv. Sporðdrekar kæra sig lítt um að þiggja aðstoð frá öðrum. Þeir bera sínar lífs- klyfjar í flestum til- vikum einir og óstuddir og telja veikleikamerki að biðja sér aðstoðar. ( september munu þeir hins vegar geta brugðið út af þess- um vana, sem yfir- leitt hefur einangrað þá, þannig að þeim standi ýmsar dyr opnar að nýj- um samböndum, allt frá lauslegum kynnum til náinna. Og þrátt fyrir að þér þyki þetta dáiítið óþægilegt fylgir því um leið mjög notaleg tilfinning. Tilvera Mars í Sporðdrekamerkinu mun auðvelda þér að takast á við þessar nýju aðstæður. BOGMADURINN 23. nóv. - 21. des. Það verður mikið um að vera þennan mánuðinn i lífi Bog- manna og ýmis tækifæri liggja á lausu. Munu aðstæðurnar vafalaust stuðla að breytingum, bæði heima og í vinnunni. Ástin gæti blómstrað eftir að hafa birst mjög óvænt. Jafn- framt þessu munu gerðar miklar kröfur til þín í vinnunni og því ástæða til þess að sækja einnig fram á þeim vettvangi. Vegna áhrifa frá Satúrnus þann 14. virðist þá verða einhvers konar vendipunktur sem hefur áhrif bæði á líf þitt og starf. í kjöifarið opnast þér nýr og heillandi heimur. STEINGEITIN 22. des. - 20. janúar Þótt nú sé ekki rétti tíminn til að taka ákvarðanir um ýmis málefni, vegna þess hve margt er enn ófrágengið, þá reyna margir að þvinga þig til þess. Útskýringar þínar koma líklega að litlu haldi og staða Satúrnusar bendir til að þú verðir í einhverjum tilvikum að láta kylfu ráða kasti frekar en bíða betri tíma. Fyrir áhrif sólarinnar á Steingeitarmerkið þann 23. finnst þér að mikilvægar úrlausnir þoli enga bið en meðan samskipta- máninn Merkúr hnígur er ráðlegra Steingeitum að sitja á strák sínum þrátt fyrir allt. VATNSBERINN 21. janúar - 19. febrúar Góðar tímasetningar skipta miklu og glöggir vatnsberar, sem gera sér grein fyrir þessu, halda aftur af sér í fjárhagslegu tilliti þangað til áhrifa sólar fer að gæta á merkið þann 20. Ýmislegt, sem drífur á daga þína þangað til, gæti ruglað þig í ríminu og valdið tog- streitu, einkum í því sem snýr að peningum og ýmsum hagnýtum at- riðum. Á tímabilinu þarftu að taka margar erfiðar ákvarðanir. En sá er einmitt fórnarkostnaður þess að öðlast frelsið síðar meir. Þannig skaltu taka ákvarðanirnar með framtiðina í huga frekar en stundar- hagsmuni. FISKARNIR 20. febrúar - 20. mars Fáir myndu mótmæla þér þótt þú kenndir öðrum um þá erf- iðleika sem að þér steðja um þessar mundir. En staða stjarn- anna mun auðvelda þér að líta í eigin barm og horfast í augu við raunverulegan vanda heimafyrir. Með því losnarðu undan nagandi vafa og fölskum réttlætingum þannig að þú getir síðan borið höf- uðið hátt. Umfram allt skaltu taka lífinu með ró og velta hverjum steini sem verður á vegi þínum vegna þess að nú er góður tfmi til þess að fá útrás fyrir fróðleiksfýsn- ina. Á meðan geturðu dregið úr þeirri miklu athygli sem peninga- málin hafa notið. Engu að síður getur sjáifsskoðunin orðið til þess að hagur strympu hækki, hvort tveggja í persónulegum og fjár- hagslegum efnum. STJÖRNUSM Á FRÓÐA-ÚNUNNI: 9041445 Þar getur þú heyrt alinælisdagaspá og róniantíska spá. Verð 39,90 ninuitan. 8. TBL. 1995 VIKAN 25 STJORNUSPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.