Vikan


Vikan - 20.08.1995, Blaðsíða 21

Vikan - 20.08.1995, Blaðsíða 21
 Af einhverjum ástæð- um hafa á liðnum ár- um stórlega aukist siálfsvíg ungra drengja. Ohugguleg staðreynd sem minnir fremur á faraldur en eitthvað annað. Eftir því sem komið hefur fram er engin ein einhlít skýring á þessari vá sem er óneitanlega ein sú óhugnanlegasta sem hægt er að hugsa sér. Mögulega má finna samband á milli ótæpilegra sjálfsvíga drengja og t.d. vímuefna- neyslu, en ekki komast að niðurstöðu. Fáir þeirra hafa verið að kljást við þann hörmulega vanda. Frekar mætti nefna sjálfsútskúfun, of miklar samfélagslegar kröfur, örðugar heimilisað- stæður og gölluð ástar- eða tilfinningasambönd eða eitt- hvað annað. VIÐSJÁRVERT VEGANESTI OG UPPELDISFJÖTRAR Uppeldi okkar hefur mikið að segja og sennilega gætir þeirra áhrifa lengst í sálar- tetrinu sem mótuð eru í byrj- un. Töluverður mismunur rík- ir ennþá í uppeldi kynjanna og engu líkara á stundum en að sumir fullorðnir trúi því að drengir séu mun sterkari andlega en stúlkur. Strákar, sem minntir eru stöðugt á það í uppvexti sínum að gæfulegra sé að gráta ekki og tala alls ekki um tilfinning- ar sínar við aðra eiga, ekki sjö daganna sæla andlega. Það er ekki heppilegt ef pilt- ar, sem eru bæði viðkvæmir og óöruggir að eðlisfari, fái strax í frumbernsku þá öm- urlegu tilfinningu að þeir séu afbrigðilegir ef þeim verður á að sýna viðkæmar tilfinning- ar. Þetta er þó staðreynd sem víða viðgengst. Slík af- staða skaðar sjálfstraustið og aflagar heilbrigða tiltrú á eigið ágæti. Og er því við- sjárvert veganesti sem fjötr- ar en frelsar ekki. KONFEKTMOLAÍMYND OG HUGRAKKIR FÍLAR Þegar svo þessir drengir komast á unglingsár eru kröfurnar til þeirra ennþá meiri og óöryggi þeirra í há- marki. Þeir eiga að vera í laginu eins og Tarsan, hafa hugrekki á við tvo fíla og JÓNA RÚNA KVARAN SKRIFAR: SJÁLFSVÍG UNGRASRAKA hafa vit á við Einstein. Þetta eru óréttmætar kröfur um að strákar eigi að vera andlega sem líkamlega óeðlilega sterkir og stæltir. Eiginlega hreinustu konfektmolar innst sem yst. Þeir þjálfast sem sagt flestir snemma í að fela með hvers kyns brynjum djúpar tilfinningar sem þeim eru eðlilegar, bara af þv( að þær tengjast óöryggi og þykja ekki beint karlmann- legar. ÓHEPPILEGAR GÆÐAKRÖFUR OG GERVIGLEDI Sumir þeirra reyna að uppfylla þessa ímynd hetj- unnar með því að nota jafn- vel vímuefni til að styrkja sig í hópnum og herða sig uppí töffheit og gervigleði sem gefur þeim ekkert. Það er ör- ugglega ekki neitt eitt sem fær unga og efnilega drengi til að svipta sig lífinu. Það sem t.d. gæti orsakað lífs- flótta meðal þeirra er hugs- anlega ótti þeirra við að standast ekki þær gæðakröf- ur sem foreldrar þeirra og samfélagið gera til þeirra um karlmennsku. Sé svo þá kann að vera að þeir upplifi sig hjálparvana og einmana og hafi þörf fyrir að trúa ein- hverjum fyrir ótta sínum og áhyggjum, en hvorki kunni það né þori því. VIÐKVÆMAR TILFINNINGAVERUR Strákar verða að átta sig á því að það er mjög gott, og hyggilegt reyndar, að losa um sem flestar tilfinninga- brynjur og hina ýmsu svipti- vinda sálarlífsins með því að opna hjarta sitt og gráta dá- lítið, eða mikið, ásamt þvi að losa litillega um málbeinið af og til. Unglingspiltar eru miklar og viðkvæmar tilfinn- I ingaverur sem geta haft áhyggjur út af nánast öllu. Allt frá of stórum tám til apa- legra handleggja. Það að láta sig hverfa af yfirborði jarðar og á vit þess ókunna er enginn lausn á þannig ástandi og verður aldrei. Eðlilegast er að reyna að vinna úr hverjum vanda hér og nú með hjálp þeirra sem þykir vænt um okkur og jafn- framt nota okkur stuðning sérfróðra. BITIÐ Á JAXLINN OG BARIÐ FRÁ SÉR Karlmenn ættu hiklaust að gefa sjálfum sér tækifæri til að finna sig vanmáttuga og óörugga og að venja sig á að tala um þannig líðan. Það er þeim mun eðlilegra, ef þannig vill til, heldur en að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði og gráta svo í laumi eða skella hurðum og lemja kannski frá sér í þokkabót. FRH. Á BLS. 44. 8. TBL. 1995 VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.