Vikan


Vikan - 20.08.1995, Qupperneq 33

Vikan - 20.08.1995, Qupperneq 33
ENGINN DANS Á RÓSUM En þetta er nú enginn dans á rósum til að byrja með, get ég sagt þér. Það hafa komið ansi margar stundir þar sem manni hefur verið skapi næst að pakka saman og fara. Það er af- skaplega erfitt að komast „inn fyrir dyrnar" og þangað til er mjög erfitt að lifa af þessu. Eg held að ég standi einhvers staðar í námunda við þær en hversu langur tími mun líða þar til þær opn- ast veit enginn. Þar sem ég er að vinna „freelance", eins og flest allir í þessum „bransa", fer stór hluti af starfinu í það að vakna á morgnana, hlaupa í simann og láta þá, sem maður er í sambandi við, vita að maður sé á lausu. Þetta átti ég erfitt með að læra í upphafi en svona er þetta. í stað þess að sitja úti í horni með ís- lendingunum þarf maður stöðugt að vera að tala við fólk og kynna sig og því fleiri boð og mannafundi sem þú ferð í og því betri áróðurs- maður sem þú ert fyrir sjálf- an þig, því betra. SPENNANDI TÍMAR „En þetta eru mjög spenn- andi tímar fyrir klippara ( dag. Því ný tækni svokölluð „nonlinear" tölvutækni er al- gjörlega að taka yfir og hún auðveldar okkur mjög að klippa saman ólík myndbrot á hina ýmsu vegu á ör- skömmum tíma þannig að efnisnýting er betri og klipparinn hefur miklu betri yfirsýn yfir það sem hann er að gera. Þetta er tækni sem hefur ruðst inn á markaðinn á tveim árum og nær allt efni, sem unnið er í dag, er höndlað með þessari nýju tækni. Þetta er það besta sem hefur gerst f heimi klipparans.'1 JAPANINN VAR BORINN UPP Í FLUGVÉLINA „Það minnir mig nú á verk- efni sem ég var að klippa fyrir Japanskt fyrirtæki. Þetta var svona „interactive tölvuleikur" sem hafði verið kvikmyndað- ur á fjóra mismunandi vegu til þess að tölvunotendurnir hefðu valmöguleika, að sjálf- sögðu. Nema þetta þurfti að vera fullgert fyrir ákveðinn tíma og þá meina ég að sjálf- sögðu komið á borð hjá þeim í Japan á tilteknum degi. Til að gera langt mál stutt hef ég aldrei lent í annarri eins törn á ævi minni. Sá, sem hafði yfirumsjón með verkinu, var Japani sem ekki talaði stakt orð í ensku svo ráða þurfti túlk til þess að koma skila- boðum á milli. Þarna vorum við í heilan mánuð, að jafnaði tuttugu tíma á dag, að klippa. Japaninn átti að fara upp í flugvél tíunda ágúst til Japan þar sem öll deildin beið eftir þessu til að kynna það. Við áttum eftir að fínklippa allt, hljóðsetja og koma fyrir öllum titlum („kreditum") og öðru og þarna vorum við í raun að klippa fjórar bíómyndir í einu! Þarna sátum við sem sagt við sólarhringum saman og Japanagreyið lá þarna í sóf- anum fyrir aftan mig skjálf- andi á beinunum, enda feng- um við það loks upp úr hon- um að ef þetta kláraðist ekki í tíma yrði hann rekinn! Ég hélt á hverjum degi að hann myndi fá taugaáfall. Þetta endaði svo með því að síð- asta daginn var framleiðand- inn kominn í algjöra þröng og hljóp allan daginn manna á milli með ávísanaheftið á lofti og mútaði þeim, enda hafði mannskapurinn unnið langt yfir öll leyfileg mörk. Það, sem bjargaði honum, var að það hafði verið skráð í samn- inginn að ef þetta yrði ekki til- búið á tíma fengist ekki loka- greiðslan. Sem betur fer var þetta allt saman loksins til- búið klukkutíma fyrir brottför- ina og Japaninn var hálfpart- inn borinn upp ( vélina. Ég þori eiginlega ekki til þess að hugsa hvað hefði verið gert við blessaðan manninn ef þetta hefði ekki náðst.“ □ llfllM Hvers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlítra af Aloe Vera þegar þú getur fengið tvöfalt meira magn af Aloe Vera geli frá Banana Boat á aðeins 1000kr.? Hvers vegna að bera á sig 2% af þráavarnarefnum þegar þú getur fengið 99,7% hreint Aloe Vera frá Banana Boat? Biddu um Banana Boat ef þú vilt 99,7% hreint Aloe Vera gel á 40-60% lægra verði. Það er alltaf ferskt (framleitt eftir pöntun), án spírulínu, án kemískra lyktar- efna eða annarra ertandi of- næmisvalda og fæst í 6 mismun andi túpu-, brúsa- og flöskustærðum Þú finnur engan mun á því að bera ferska, 99,7% hreina Aloe Vera gelið frá Banana Boat og hlaup úr Aloe Vera blaði beint á sár, bólgur eða útbrot. Þrófaðu líka Banana Boat E-gelið á sölustöðum Banana Boat (fæst einnig í 3 stærðum hjá Samtökum psori- asis- og exemsjúklinga), hrukkuhindrandi og húðmýkjandi Banana Boat A-gel, baugaeyðandi og húðstyrkjandi Banana Boat kollagen gel, hraðgræðandi Banana Boat varasalvann með sólarvörn #21, græðandi, mýkjandi og rakagefandi Banana Boat Body Lotion með Aloe Vera, lanolíni, A-, B-, D- og E-vítamíni, húðnærandi og öldrunarhindrandi Banana Boat djúpsólbrúnkugel fyrir Ijósaböð. Banana Boat sólmarg- faldarann sem milljónfaldar sólar- Ijósið í skýjaveðri, Banana Boat sól- varnarkremið með hæsta sólvarnar- stuðulinn á markaðnum, #50, næringar- kremin Banana Boat Brún-Án-Sólar í 3 gerðum, Naturica BK Sólbrún-lnnan-Frá, Naturica hrukkubanann, alnáttúrlega svita- lyktareyðinn, kristalsteininn sem þú strýkur eftir blautum handarkrika þar sem kvikna engar lyktarbekteriur. Biddu um Banana Boat i apótekum, á sólbaösstofum, i snyrtivöruverslunum, öllum heilsubúöum utan Reykjavikur og í Heilsuvali, Barónsstig 20,'Zr 562 6275 8. TBL. 1995 VIKAN 33 STARFAÐ ERLENDIS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.