Vikan


Vikan - 03.12.1998, Blaðsíða 6

Vikan - 03.12.1998, Blaðsíða 6
***** Þær ólust upp sitt hvoru megin á landinu frá þriggja ára aldri og hittust aðeins tvisvar fyrir ferm- ingu. Síðar fluttu þær í nágrenni við hvor aðra og hafa þær verið óaðskiljanlegar síðan. eineggja tvfburar, voru aðskildar þriggja ára en eru nú saman. Texti: Jóhanna G Harðardóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson Ingibjörg og Rakel eru fæddar á Reyðarfirði árið 1924. Móðir þeirra var ljósmóðir og eignaðist sextán börn, þær systur voru númer fjórtán og fimmtán í röðinni. Aðeins tíu þeirra komust á legg, átta systur og tveir bræður. Eldri systrunum fannst nóg um þegar tvíburarnir fæddust og einhver þeirra sagði „er nú ekki nóg að fá eitt í einu!“ Móðir þeirra sinnti ljósmóð- urstörfunum alla sína ævi, eða eins og Ingibjörg orðar það, hún skrapp heim til að eiga börnin milli ferðalaganna við að taka á móti. Þær eru brosmildar og glað- ar þessar tvíburasystur þrátt fyrir það sem á daga þeirra hefur drifið. Það er ekkert grín að vera tekinn úr stórri fjölskyldu og skilinn frá tví- burasystur sinni á unga aldri. Móðir þeirra lést frá barna- hópnum þegar þær voru 6 þriggja ára gamlar og í þá daga var ekki um annað að ræða en að leysa upp fjöl- skylduna og koma börnunum fyrir hjá góðu fólki sem vildi taka þau að sér. Ingibjörg varð eftir fyrir austan hjá móðurbróður sín- um, en Rakel var komið fyrir hjá frænku sinni í Reykjavík haustið '28 Missti málið „Ég missti málið þegar við vorum skildar að og talaði ekkert á tímabili“ segir Rakel og brosir mjúklega. „Þótt við værum ungar var aðskilnaðurinn okkur mjög erfiður og sennilega hefðum við þurft á andlegum stuðn- ingi að halda. En það var ekki hugsað út í slíkt á þessum tíma.“ Litlu stúlkurnar tvær ólust upp við mjög ólíkar aðstæður þótt þær segist báðar hafa verið svo heppnar að lenda hjá góðu fólki sem var gott við þær. Ingibjörg hafði móðurömmu sína nálægt sér í æsku, hún ólst upp innan um fullorðið fólk við mikið aðhald og festu í öllu. En það var minna um líkamlegt atlæti eða heilsu- vernd í sjávarplássum úti á landi fyrir stríð en í Reykja- vík. Þær systur hafa alltaf haft mjög slæma sjón og Ingibjörg fékk stundum lánuð gleraugu ömmu sinnar sem barn til að geta lesið. Sjálf fékk hún ekki gleraugu fyrr en hún varð 12 ára gömul, en Rakel fékk sín 8 ára. „Það voru aðrar að- stæður í sveitinni, það var ekki hugsað mikið um þetta í þá daga, né heldur tannheilsu eða tannhirðu barna. Ég man að ég eignaðist ekki tann- bursta fyrr en um fermingu“ segir Ingibjörg. Rakel bjó ekki við sama andlega öryggið og Ingibjörg. Á æskuárum hennar í Skerja- firðinum réðu grárri hliðar borgarlífsins ríkjum. Margir þekktir persónuleikar bjuggu í nágrenninu, bæði vændis- konur og sprúttsalar og þar var lífið oft litríkt. Þótt fóstur- foreldrar Rakelar hafi verið gott fólk og reynst henni vel var hjónabandið stormasamt og það setti auðvitað svip sinn á æskuárin. Rakel var ekki heilsuhraust sem bam, en hún bjó þó að því að búa í Reykja- vík og margar ferðimar fór hún til lækna. Sterk bönd og vanlíðan „Ég var alltaf voðalega aum- ingjalegt barn“ segir Rakel. „ Við vorum báðar óhraust- ar og okkur leið ekki vel. Við vorum feimnar, kjarklausar og óframfærnar og áttum oft bágt. Ég er viss um að að- skilnaðurinn hefur átt sinn þátt í þessari vanlíðan og sennilega hafa þessi sífelldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.