Vikan


Vikan - 03.12.1998, Blaðsíða 9

Vikan - 03.12.1998, Blaðsíða 9
ROMANE ALLE MUTANTI □I HOLLYWOOD MODA BRENDAN LA MODELLA CHE VIENE DAL WYOMING LIBRI □UE SCRITTRIC PER L'EBTATE Hún má vissulega vel við una, því daginn áður en viðtalið var tekið var Elísabetu tilkynnt að hún hefði verið valin til að kynna sólgieraugu fyrir Calvin Klein - CK línuna. Forsíðan á Vogue er þó það sem mestu skiptir þessa stundina, enda getur hún opnað dyr sem mörgum reynist erfitt að komast inn um. En Elísa- bet verður ekki aðeins á forsíðunni á þessu þekkta tímariti, heldur munu líka birtast af henni myndir á 8-10 blaðsíðum af 22 síðna tískuþætti: „Rauði þráðurinn í tískusíðunum er tekinn úr kvikmynd- inni „Fame“ þannig að þarna koma líka við sögu leikarar og dansarar,“ segir hún. Saknar fjölskyldunnar En hvað er það besta og það versta við fyrirsætu- heiminn'? „Pað besta er líklega það að maður þarf að treysta algjörlega á sjálfan sig,“ svarar hún. „Fyrir- sætur læra hvernig reka eigi fyrirtæki því umboðs- skrifstofurnar eru í rauninni undirmenn okkar. Pað versta er þessi rússíbani sem maður lendir í; eina mínútuna streyma inn tilboðin; þá næstu er allt afturkallað. Svo er það einmanaleikinn,“ segir hún og viðurkennir fúslega að hún sakni mömmu sinnar, Emmu, pabba síns, Davíðs og einkabróð- urins, Hrafns, sem er að verða 14 ára: „Ég missi al- veg af honum á þessum aldri!“ segir hún. „Ég reyni að koma heim minnst þrisvar á ári til að fylgjast með honum...“ Elísabet segist gera ráð fyrir að helga sig fyrir- sætustörfunum næstu fjögur árin. Hvað tekur þá við veit hún ekki á þessari stundu - en skólasystk- ini hennar úr Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa engar áhyggjur: „Frægðin á aldrei eftir að stíga Elísabetu til höfuðs," segja þau. „Hún er með báða fætur á jörðinni. Hún er ekta.“ Elisabet hefur náð ótrúlega langt sem fyrirsæta. Það eru aðeins þær eftirsóttustu sem komast að sem andlit CHANEL. 9 Texti: Anna Krlstine Magnúsdóttlr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.