Vikan


Vikan - 03.12.1998, Qupperneq 9

Vikan - 03.12.1998, Qupperneq 9
ROMANE ALLE MUTANTI □I HOLLYWOOD MODA BRENDAN LA MODELLA CHE VIENE DAL WYOMING LIBRI □UE SCRITTRIC PER L'EBTATE Hún má vissulega vel við una, því daginn áður en viðtalið var tekið var Elísabetu tilkynnt að hún hefði verið valin til að kynna sólgieraugu fyrir Calvin Klein - CK línuna. Forsíðan á Vogue er þó það sem mestu skiptir þessa stundina, enda getur hún opnað dyr sem mörgum reynist erfitt að komast inn um. En Elísa- bet verður ekki aðeins á forsíðunni á þessu þekkta tímariti, heldur munu líka birtast af henni myndir á 8-10 blaðsíðum af 22 síðna tískuþætti: „Rauði þráðurinn í tískusíðunum er tekinn úr kvikmynd- inni „Fame“ þannig að þarna koma líka við sögu leikarar og dansarar,“ segir hún. Saknar fjölskyldunnar En hvað er það besta og það versta við fyrirsætu- heiminn'? „Pað besta er líklega það að maður þarf að treysta algjörlega á sjálfan sig,“ svarar hún. „Fyrir- sætur læra hvernig reka eigi fyrirtæki því umboðs- skrifstofurnar eru í rauninni undirmenn okkar. Pað versta er þessi rússíbani sem maður lendir í; eina mínútuna streyma inn tilboðin; þá næstu er allt afturkallað. Svo er það einmanaleikinn,“ segir hún og viðurkennir fúslega að hún sakni mömmu sinnar, Emmu, pabba síns, Davíðs og einkabróð- urins, Hrafns, sem er að verða 14 ára: „Ég missi al- veg af honum á þessum aldri!“ segir hún. „Ég reyni að koma heim minnst þrisvar á ári til að fylgjast með honum...“ Elísabet segist gera ráð fyrir að helga sig fyrir- sætustörfunum næstu fjögur árin. Hvað tekur þá við veit hún ekki á þessari stundu - en skólasystk- ini hennar úr Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa engar áhyggjur: „Frægðin á aldrei eftir að stíga Elísabetu til höfuðs," segja þau. „Hún er með báða fætur á jörðinni. Hún er ekta.“ Elisabet hefur náð ótrúlega langt sem fyrirsæta. Það eru aðeins þær eftirsóttustu sem komast að sem andlit CHANEL. 9 Texti: Anna Krlstine Magnúsdóttlr

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.