Vikan


Vikan - 03.12.1998, Blaðsíða 16

Vikan - 03.12.1998, Blaðsíða 16
Láttu ÞÉR líða VEL KYNLIF - BESTA LIKAMSRÆKTIN Grikkir til forna vissu það. Rómverjarnir vissu það. Kyn- líf er besta megrunarmeðal sem fyrirfinnst. Hvorki fæðu- bótakúrar, salatblöð né megr- unarpillur slá út besta hitaein- ingabanann: Kynlíf.Til þess að hafa þetta nú allt á hreinu: Ef þú stundar kynlíf þrisvar í viku brennir þú 7.500 hitaein- ingum á ári. Og svo eru marg- ir aukavinningar í boði: Kynlíf dregur úr verkjum, heldur okkur unglegum, hefur slak- andi áhrif og bætir andlega og líkamlega líðan. Svo hvers vegna ekki að skella sér í blúnduundirfötin og tæla eig- í inmanninn/elskhugann í smá hitaeiningaleik? Það er svo miklu skemmtilegra en að reima á sig hlaupaskóna, alla- vega á gráum rigningardegi. ÁTTAVATAI8GLÖSÁDAG Við höfum margoft heyrt þetta áður en aldrei er góð vísa of oft kveðin. Vatn í lítra- vís er grundvöllurinn að góðri heilsu. Atta glös á dag er töfraskammturinn. Hvers vegna? Jú, vantið hreinsar eit- Texti Þórunn Stefánsdóttir urefni úr líkamanum, eykur úthald, dregur úr verkjum, bætir meltinguna og kemur í veg fyrir ofþornun við mikla áreynslu. Vatnsdrykkjan á að dreifast yfir daginn. Vendu þig á að hafa alltaf vatnsflösku við höndina, hvort sem þú ert í vinnunni, í leikfimi, í bílnum eða á hjólinu. Fáðu þér sopa af og til og drekktu mikið vatn með matnum. EPLAEDIK BÆTIR UTLIT OG LIÐAN Ef þú lætur nokkra dropa af eplaediki út í vatn og skolar hárið upp úr því eflir hár- þvottinn gefur það fallegan gljáa. Hrærðu nokkra dropa af eplaediki og eina teskeið af hunangi út í volgt vatn og drekktu eitt glas af þessum töfravökva á morgnana. Hef- ur undraverð áhrif á útlitið! Ef þú hefur fótasvepp er gott ráð gegn honum að fara í fóta- bað á morgnana. Helltu einni matskeið af eplaediki út í 2 lítra af vatni. VARÐVEITTU ÆSKUBLÚMANN MEÐ RÉTTU MATARÆÐI Ávextir og grænmeti eru bestu meðulin í baráttunni við elli kerlingu. Kannanir sýna að þau eru stútfull af svoköll- uðum þráavarnarefnum sem halda okkur ungum lengur. Tómatar, greipaldin, sítrónur, appelsínur og spergilkál eru sérstaklega nefnd í þessu sam- bandi. Það sama má segja um hvítlauk, olívuolíu og soja- baunir. Drekktu a.m.k. átta glös af vatni á dag til þess að hreinsa líkamann og halda húðinni stinnri og geislandi af heilbrigði. SVEFI\IBAI\IKINI\I Ef við missum klukkutíma svefn allar nætur vikunnar kemur það niður á heilsunni, segir James B. Maas, höfundur bókarinn Miracle Sleep Cure. Maas ráðleggur okkur að hugsa um nætursvefninn eins og innistæðu á bankareikn- ingi. Við þurfum 8 klukku- stunda svefn til þess að eiga fyrir 16 klukkustunda vöku. Hvernig geturn við vitað hvenær við eigum á hættu að fá óþægilegt bréf frá bankan- urn? Ef þú svarar þessum spurningum játandi er inni- stæðan heldur bágborin. Þarft þú að nota verkjara- klukku til þess að vakna á réttum tíma? Áttu erfitt með að koma þér fram úr rúminu á morgnana? Áttu erfitt með að einbeita þér og ertu gleymin/n? Áttu erfitt með að leysa verkefni dagsins? Sofnar þú um leið og þú leggur höfuðið á koddann? Gerðu þér grein fyrir því hvað þú þarft á miklum svefni að halda til þess að vinna með fullri orku. Farðu að sofa á sama tíma á hverju kvöldi og vakn- aðu á sama tíma á morgnana, hvort sem það er helgi eða virkur dagur (án þess að nota vekjaraklukku). Ef þú missir svefn reyndu þá að bæta þér það upp eins fljótt og þú mögulega getur. H/ETTU AÐ RÍFAST Tilheyrir þú þeim sem geta ekki stillt sig um að vera alltaf að rífast við maka sinn? Kannski hefur þú jafnvel gam- an af því? Samkvæmt kenn- ingum Susan Quilliam, höf- undar bókarinnar ,Stop Argu- ing, Start Talking, fá margir heilmikið út úr því að rífast og hafa alls ekki í hyggju að hætta því. En hvað er hægt að fá út úr hressilegu rifrildi? Sumir nota rifrildi til þess að fá spennu inn í líf sinn, hressi- legt rifrildi eykur nefnilega hjartsláttinn og fær aldrenalín- ið til að streyma um líkamann. Aðrir kunna enga aðra aðferð 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.