Vikan


Vikan - 03.12.1998, Síða 16

Vikan - 03.12.1998, Síða 16
Láttu ÞÉR líða VEL KYNLIF - BESTA LIKAMSRÆKTIN Grikkir til forna vissu það. Rómverjarnir vissu það. Kyn- líf er besta megrunarmeðal sem fyrirfinnst. Hvorki fæðu- bótakúrar, salatblöð né megr- unarpillur slá út besta hitaein- ingabanann: Kynlíf.Til þess að hafa þetta nú allt á hreinu: Ef þú stundar kynlíf þrisvar í viku brennir þú 7.500 hitaein- ingum á ári. Og svo eru marg- ir aukavinningar í boði: Kynlíf dregur úr verkjum, heldur okkur unglegum, hefur slak- andi áhrif og bætir andlega og líkamlega líðan. Svo hvers vegna ekki að skella sér í blúnduundirfötin og tæla eig- í inmanninn/elskhugann í smá hitaeiningaleik? Það er svo miklu skemmtilegra en að reima á sig hlaupaskóna, alla- vega á gráum rigningardegi. ÁTTAVATAI8GLÖSÁDAG Við höfum margoft heyrt þetta áður en aldrei er góð vísa of oft kveðin. Vatn í lítra- vís er grundvöllurinn að góðri heilsu. Atta glös á dag er töfraskammturinn. Hvers vegna? Jú, vantið hreinsar eit- Texti Þórunn Stefánsdóttir urefni úr líkamanum, eykur úthald, dregur úr verkjum, bætir meltinguna og kemur í veg fyrir ofþornun við mikla áreynslu. Vatnsdrykkjan á að dreifast yfir daginn. Vendu þig á að hafa alltaf vatnsflösku við höndina, hvort sem þú ert í vinnunni, í leikfimi, í bílnum eða á hjólinu. Fáðu þér sopa af og til og drekktu mikið vatn með matnum. EPLAEDIK BÆTIR UTLIT OG LIÐAN Ef þú lætur nokkra dropa af eplaediki út í vatn og skolar hárið upp úr því eflir hár- þvottinn gefur það fallegan gljáa. Hrærðu nokkra dropa af eplaediki og eina teskeið af hunangi út í volgt vatn og drekktu eitt glas af þessum töfravökva á morgnana. Hef- ur undraverð áhrif á útlitið! Ef þú hefur fótasvepp er gott ráð gegn honum að fara í fóta- bað á morgnana. Helltu einni matskeið af eplaediki út í 2 lítra af vatni. VARÐVEITTU ÆSKUBLÚMANN MEÐ RÉTTU MATARÆÐI Ávextir og grænmeti eru bestu meðulin í baráttunni við elli kerlingu. Kannanir sýna að þau eru stútfull af svoköll- uðum þráavarnarefnum sem halda okkur ungum lengur. Tómatar, greipaldin, sítrónur, appelsínur og spergilkál eru sérstaklega nefnd í þessu sam- bandi. Það sama má segja um hvítlauk, olívuolíu og soja- baunir. Drekktu a.m.k. átta glös af vatni á dag til þess að hreinsa líkamann og halda húðinni stinnri og geislandi af heilbrigði. SVEFI\IBAI\IKINI\I Ef við missum klukkutíma svefn allar nætur vikunnar kemur það niður á heilsunni, segir James B. Maas, höfundur bókarinn Miracle Sleep Cure. Maas ráðleggur okkur að hugsa um nætursvefninn eins og innistæðu á bankareikn- ingi. Við þurfum 8 klukku- stunda svefn til þess að eiga fyrir 16 klukkustunda vöku. Hvernig geturn við vitað hvenær við eigum á hættu að fá óþægilegt bréf frá bankan- urn? Ef þú svarar þessum spurningum játandi er inni- stæðan heldur bágborin. Þarft þú að nota verkjara- klukku til þess að vakna á réttum tíma? Áttu erfitt með að koma þér fram úr rúminu á morgnana? Áttu erfitt með að einbeita þér og ertu gleymin/n? Áttu erfitt með að leysa verkefni dagsins? Sofnar þú um leið og þú leggur höfuðið á koddann? Gerðu þér grein fyrir því hvað þú þarft á miklum svefni að halda til þess að vinna með fullri orku. Farðu að sofa á sama tíma á hverju kvöldi og vakn- aðu á sama tíma á morgnana, hvort sem það er helgi eða virkur dagur (án þess að nota vekjaraklukku). Ef þú missir svefn reyndu þá að bæta þér það upp eins fljótt og þú mögulega getur. H/ETTU AÐ RÍFAST Tilheyrir þú þeim sem geta ekki stillt sig um að vera alltaf að rífast við maka sinn? Kannski hefur þú jafnvel gam- an af því? Samkvæmt kenn- ingum Susan Quilliam, höf- undar bókarinnar ,Stop Argu- ing, Start Talking, fá margir heilmikið út úr því að rífast og hafa alls ekki í hyggju að hætta því. En hvað er hægt að fá út úr hressilegu rifrildi? Sumir nota rifrildi til þess að fá spennu inn í líf sinn, hressi- legt rifrildi eykur nefnilega hjartsláttinn og fær aldrenalín- ið til að streyma um líkamann. Aðrir kunna enga aðra aðferð 16

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.