Vikan


Vikan - 03.12.1998, Blaðsíða 7

Vikan - 03.12.1998, Blaðsíða 7
veikindi verið þörf fyrir at- hygli og umhyggju". Þegar þær systur voru átta eða níu ára gamlar fékk Rakel að fara austur að Grímsstöð- um að heimsækja tvíburasyst- ur sína. Þegar þær hittust fundu þær eins og skot þessi sterku bönd sem aldrei höfðu rofnað, þær voru svo nánar að það var eins og þær hefðu aldrei skil- ið. En heimsóknin var stutt og hlaut að taka enda. Það var ekki eins erfitt að skilja aftur og þær hefðu haldið, þær sættu sig við það. Lífið var bara svona, þær áttu heima í sitt hvorum landshlutanum og það var ekkert við því að gera. Þær sáust ekki aftur fyrr en fimm árum síðar. Þær systur reyndu að skrifast á en það samband var ekki sterkt. „Við vorum báðar pennalat- ar og bréfin urðu ekki mörg, við þurftum bara að vera ná- lægt hvor annarri“ segir Ingi- björg. Rakel fermdist um vor í Reykjavík, en fékk svo að fara austur til að vera við fermingu Ingibjargar. „Prest- urinn tók feil á okkur systrun- um og bauð mér að koma upp að altarinu" segir Rakel. Þegar þær hittust aftur eftir þennan langa tíma fundu þær enn fyrir hinum sterku bönd- um og hversu líkar þær voru þrátt fyrir aðskilnaðinn og ólíka bernsku. Eftir þennan fund var aðskilnaðurinn styttri því nú var komið að Ingibjörgu að ferðast. Hún fór „suður“ í botnlangauppskurð árið '39 og þrem árum seinna flutti hún alfarin til Reykja- víkur og þá hófst líf þeirra systranna saman. Langur meðgöngutími „Við tengdumst strax sterk- um böndum þegar við fluttum í nágrenni við hvor aðra. Líf okkar hafði að vísu verið ólíkt og við höfðum ólíka reynslu. Rakel var lífsreyndari en ég. Hún var farin að reykja og ég reyndi að læra það, en ég tók það svo stíft að það mistókst. Rakel hætti svo Ájótlega" seg- ir Ingibjörg. „Við vorum orðnar fullorðn- ar og búnar að eignast kærasta, sem reyndar voru æskuvinir og urðu seinna eig- inmenn okkar. Við höfum aldrei rifist, en í eina skiptið sem styggðaryrði hefur farið á milli okkar var þegar ég trú- lofaðist '42 án þess að segja Ingibjörgu frá því. Henni brá og hún sagði „Þú lýgur því!“ En svo trúlofaðist hún líka seinna um sumarið og við hóf- um báðar búskap hér í þessu húsi í Skerjafirðinum“. A þessum árum var mikið af hermönnum við flugvöllinn og þeir voru alveg gáttaðir á þessari „konu“ og meðgöngu- tíma íslenskra kvenna. Þær systurnar urðu barnshafandi með fjögurra mánaða millibili og þar sem þeir sáu aldrei nema aðra systurina í einu skildu þeir ekkert í þessari konu sem alltaf virtist vera á ferðinni og undarlegri með- göngu sem virtist standa yfir talsvert á annað ár! „Við höfum alltaf verið líkar í einu og öllu og oft verið rugl- að saman. Smekkurinn er mjög svipaður og við höfum svipaðar skoðanir á mönnum og málefnum. Við eigum líka báðar mjög auðvelt með að umgangast fólk“ segir Rakel. „Við fórum í augnskoðun sem verið er að gera á tvíburum og sjónin var alveg eins hjá okk- ur báðum. Við fengum gler- augnarecept og fórum saman að leita okkur að gleraugum. Við skoðuðum þau sitt í hvoru lagi, en völdum samt al- veg eins gleraugu“. Ferðast saman Þær systurnar hafa verið mjög nánar á fullorðinsárum sínum. Þær hafa alltaf búið í nágrenni við hvor aðra í Skerjafirðinum, þær eiga börn á svipuðum aldri, og hafa stutt hvor aðra og verið hvor annarri félagsskapur alla ævi síðan. „ Við fórum saman í bæinn með krakkana þegar þeir voru litlir og við höfum haldið sambandi við hinar systur okkar líka. Við systurnar stofnuðum saumaklúbb og höfum lengst af verið 6 af 8 saman í honum. Þar er oft glatt á hjalla! Við höfum líka ferðast sam- an á síðari árum, við fórum til Noregs árið '75, en þar býr ein systirin, og svo erum við núna nýkomnar frá Spáni þar sem við áttum yndislega daga sam- an á Islendinganýlendunni Los Alcázares. Þar hittum við tvenna íslenska tvíbura, tveggja og fimm ára. Það er svo skrítið að við höfum alltaf haft mikinn áhuga á örðum tvíburum, mér skilst að það sé eins með alla hina. Þetta er eitthvað í blóðinu“ Þær systurnar eiga greinilega heima hvor með annarri, þær eru eins og samloka. Þær hafa báðar þessa þægilegu, mjúku nærveru og það er stutt í bros- ið og kætina. „Já, það verður erfitt ef önn- ur okkar fellur frá,“ segir Ingibjörg. „Við vorum einmitt að leiða hugann að því í fyrsta skipti um daginn. Eg er ansi hrædd um að við þurfum áfallahjálp þá!“ Þær búa núna um skeið sam- an í húsinu þar sem þær hófu búskapinn ungar konur, en verður það áfram? „Nei, því miður“ segir Ingi- björg. „Eg seldi ofan af mér og er hér um stundarsakir og líður mjög vel. Við hefðum auðvit- að kosið að geta verið saman. En við megum ekki búa sam- an, skattkerfið leyfir það ekki. Ef við búum saman skerðist tekjutrygging okkar beggja og við getum ekki leyft okkur það. En við erum báðar Vottar Jehova og við vonumst til þess að fá seinna að lifa saman á jörðinni að eilífu". Tvíburasysturnar rétt áöur en þær voru skildar aö þriggja ára gaml- ar. Þá var lítil ástæða til að brosa. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.