Vikan


Vikan - 28.03.2000, Page 36

Vikan - 28.03.2000, Page 36
Gufusoðin ýsa á spínatnúðlum með appelsínu/vín- berjasósu 800 g beinlaus og roðlaus ný ýsa u.þ.b. 2-3 bollar spínatnúðlur, t.d. frá Blue Dragon 1 tsk. sojasósa, t.d. frá Blue Dragon 4 dl. appelsínusafi t.d. úr ferskri appelsínu 1 tsk. sítrónusafi 1 bolli vínber, gott að hafa þau steinlaus maizenamjöl krydd e.t.v. dálítið hvítvín Gufusuða: Gufusuða nefnist sú aðferð matreiðslu þegar við látum vatnsgufu sjóða matinn, þ.e. setjum hráefnið ekki út í vatn heldur látum gufuna sem kemur af sjóðandi vatni um suðuna. Gufusjóðið ýsuna, t.d. er hægt að gera það í pott- um sem hafa grindur sem standa upp úr vatninu. Fiskurinn er settur ofan á grindina og lok ofan á. Dálít- ið vatn er sett í pottinn. Það má líka setja fiskinn út í lítið af vatni sem er búið að krydda með sjávarsalti og svolítið af lauk en með því móti missir fiskurinn síður bragð. Appelsínusósa: Setjið appelsínusafa, sítrónusafa og sojasósu í pott og sjóðið upp. Þykkið hæfi- lega með maizenamjöli, smakkið og kryddið eftir smekk. Ef þið eigið smá hvítvín er ekki verra að setja örlítið af því út í sósuna. Vín- berin er gott að smjörsteikja og setja út í sósuna. Samsetning réttarins: Spínatnúðlurnar eru soðn- ar samkvæmt leiðbeiningum, gufusoðin ýsan sett ofan á þær ásamt sósunni. Gott er að bera fram salat með réttinum. 36 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.