Vikan


Vikan - 28.03.2000, Síða 52

Vikan - 28.03.2000, Síða 52
Texti: Guðjón Bergmann Grasalækningar Lækningaaðferðir sem byggjast á jurtameð- ferð og ráðgjöf um mataræði og næring- arefni eru meðal elstu lækn- ingaaðferða sem þekkjast og líklega þær aðferðir sem fólk á auðveldast með að skilja. Nánast öll menning- arsamfélög eiga sér langa grasalækninga- hefð og í slíkum lækn- ingum er jafnan notast við staðbundna flóru. Nútímalæknavísindi byggjast að miklu leyti á fræðum hinna fornu grasalækna. Flest venju- leg lyf sem framleidd eru af lyfjafyrirtækjum innihalda eft- irlíkingar náttúrulegra efna. Virk efni úr ýmsum fornum náttúrulyfjum eru uppistöðu- þáttur í mörgum algengum nú- tímalyfjum. Grasalækninga- hefðin er sterkust í Norður- Ameríku og Austurlöndum fjær og þar hafa nútímagrasa- lækningar fyrst og fremst þró- ast. Meðai elstu iiefða Grasalækningar eru meðal elstu lækningaaðferða. Þær hafa þróast í gegnum tilraunir og mistök auk þess sem miklar upplýsingar hafa fengist í gegn- um skoðun á atferli dýra. Peg- ar um árið 3000 f.Kr. höfðu Eg- yptar tekið saman skrá yfir lækningajurtir og eiginleika þeirra. Síðar gerðu Forn- Grikkir hið sama. Hefðin barst svo með Rómverjum til Norð- ur-Evrópu þar sem grasalækn- ingar þróuðust og mótuðust undir áhrifum annarra menn- ingarstrauma, þar á meðal ar- abískra eftir að Arabar réðust inn á Pýreneaskaga. Ott blönduð iijátrú Á miðöldum voru fræði grasalækna oft blönduð hjátrú en undirstaða þeirra var þó víð- tækur skilningur á líkamanum og áhrifum mismunandi grasa á hann. Þegar ekki var Ijóst hvers vegna tiltekin grös höfðu lækn- ingamátt var gripið til sögulegra 52 Vikan eða goðafræðilegra skýringa. Pá var talið að skaplyndi og lík- amsástand einstaklingsins stjórnaðist af fjórum skapgerð- areinkennum sem tengdust hin- um fjórum líkamsvessum og fólk væri annaðhvort glaðlynt, daufgert, skapbrátt eða þung- lynt, allt eftir því hvaða líkams- vessi væri ráðandi. Grösin voru talin hafa sín eigin skapgerðareinkenni og þeim var því beitt í samræmi við þau ein- kenni til að koma jafnvægi á milli líkamsvessanna. Menn trúðu því líka að hver líkamshluti væri undir stjórn ákveðins stjörnu- merkis og hvert lækningagras undir stjórn ákveðinnar reiki- stjörnu. Samsvarandi útlit Aðrir trúðu á kenninguna um samsvarandi útlit en samkvæmt henni bar að nota þau grös til að lækna sjúkdóm sem samsvör- uðu einkennum hans í lögun eða lit. Það var flókið mál að mæla lyfjagjafir samkvæmt þessari kenningu en þó varð það heldur einfaldara eftir að prentlistin var fundin upp. Kaupa mátti kver um grasa- lækningar þar sem þessar flóknu kenningar voru útskýrð- ar. Þau voru þaullesin og gengu manna á milli og grasalækning- ar þrifust öldum saman við hlið viðtekinna hugmynda lækna- vísindanna, sem voru í örri þró- un. En eftir því sem læknavís- indunum, sem byggja meðferð fyrst og fremst á lyfjagjöf og skurðaðgerð- um, óx fiskur um hrygg lögðust grasalækn- ingar af að mestu. Varist eftir- likingar Lyfjafram- leiðendur hafa reynt að teljafólki trú um að lyf þeirra, sem eru eftirlík- ingar af virkum efnum grasa- seyða, séu á einhvern hátt áhrifaríkari en grösin sjálf. Meðan fulltrúar lyfjaiðnaðarins hafa kannað af áfergju tak- markalausa lækningamögu- leika jurta og grasa, hafa tals- menn sama iðnaðar barist gegn grasalækningum og lagt á sig ómælt erfiði til að finna eitur- efni í ýmsum grösum þótt slík efni séu alveg meinlaus þegar grasalyfin eru gefin í venjuleg- um skömmtum. Vaxandi áhyggjur af auka- verkunum lyfja hafa knúið fólk til þess að leita til grasalækna til að fá náttúruleg lyf. Óléttar konur, börn og fólk með þráláta sjúkdóma sem hefð- bundin lækna- vísindi ráða ekki við,svoog fólk semhaldið er ónæmis- bælandi kvill- um, hefur sér í lagi notið góðs af grasalyfjum. Jafnframt því sem rannsóknir á virkum efn- um í lækningagrösum eru í örri sókn eru menn farnir að not- færa sér forna heilsudrykki og önnur gömul lækningaráð í vax- andi mæli. Að uerka og nota grös Hver sem er getur búið til áhrifarík grasalyf í eldhúsi sínu en áhættan samfara því að reyna að sjúkdómsgreina sjálf- an sig er meiri en svo að nóglega verði varað við henni. Allan heilsufarsvanda á að bera undir lærðan grasalækni eða lærðan lækni. Grös eru að vísu náttúruleg en þau eru einnig kröftug lyf og í of stórum skömmtum geta þau verið eitruð. Eigi þau að koma að fullu gagni verður að vinna þau rétt. Hér á eftir er nokkrum aðferðum lýst. Best er að gerate úr heilum blómum með stilkum, laufum og blómum því að virku efnin leysast auðveldlega úr þeim. Látið tilgreint magn grasa í volgan tepott. Hellið sjóðandi vatni yfir þau og látið standa í 10 til 15 mínútur áður en síað er. Slíkt te endist ekki nema í nokkra klukkutíma. Seyði Trékenndir stilkar, rætur, fræ og börkur eru best í seyði. Sax- ið eða merjið grasið til að brjóta niður virku efnin. Setjið til- greint magn í pott og hellið vatni svo fljóti yfir. Hleypið upp suðu, lokið og látið malla í 10 til 15 mínútur. Síið og drekkið heitt. Slíku seyði ætti að fleygja eftir nokkra klukkutíma. Tinktúra Tinktúrur eru mjög sterkar blöndur áfengis og grasa. Setjið saxað eða þurrkað og malað grasið í ílát með loki og hellið vodka yfir. Hlutfall grasa og vökva er 1 á móti 5 að rúmmáli. Látið standa á hlýjum stað í tvær vikur og hristið tvisvar á dag. Síið í gegn- um baðmullargrisju og vindið vel. Geymist í flöskum úr dökku gleri með þéttum tappa. Bakstrar Húð yfir bólgu eða sári dreg- ur í sig virk efni úr bakstri úr grasaseyðum og -soðum. Bleyt- ið hreinan efnisbút í heitu grasaseyði og leggið við svæðið. Grautarbakstrar Um er að ræða bakstur sem inniheldur þykkan grasagraut. Vefjið grisju um grös sem búið er að nota í seyði eða te og legg- ið við húðina þar sem eru bólg- ur eða meiðsli. Leggið hitapoka ofan á baksturinn til að halda honum heitum. Nánari upplýsingar er að finna í fjölda bóka og blaða um grasalækningar sem til eru á ís- lensku. í grein Vikunnar var stuðst við Heilsubók heimil- anna (Vaka-Helgafell).

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.