Menntamál - 01.01.1925, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.01.1925, Blaðsíða 7
MENTAMÁL 53 atta mynd af einstáklingunum, sjáum vjer skýrt, aö hugmynd- irnar stjórna heiminum aS eins óbeinlínis, og meö þvi aö styöj- ast viö tilfinningarnar. „Þaö er rjettara," segir Michelet, „aö telja aldur hugsjónanna frá þeirri stundu, er þær ná fullum þroska viö yl tilfinninganna í brjósti almennings, en aö telja hann frá því fyrst var orðum að þeim komiö.“ Tilfinningarnar eru fyrirferðarmiklar, þungar i vöfum og lengi aö vakna. Þær eru lengi að korna og lengi aö fara. Þær eru líkastar flóði og fjöru. Þess á milli er sálin eins og ládauður sjór. Hugmyndirnar halda sjer, meö- an alda tilfinninganna rís og fellur, og geta fært sjer i nyt jjessa öldulireyfing. Þegar tilfinningin fellur aö, ber oss að nota tækifærið og setja niður bátinn. „Oss ber að nota hagstæðar tilfinniiigar til að taka fastar ákvarðanir, eins og væru þær guðs boð“, segir Leibnitz. Látum oss hiklaust taka hagstæðar tilfinningar í vora þjónustu. Ef það er eins og veik- um vilja vorum sje rekinn löðrungur, þegar vjer frjettum af gengi íjelaga vorra, — taktu þjer þá verk i hönd! Nú þegar! Látum oss þá koma af verkinu j)ví arna, sem hefir legið á oss eins og mara, af því vjer gátum hvorki hafist handa nje slegið huganum af því. Ef helgi og tign vinnunnar hefir grip- iö oss i dag við lestur góðrar bókar, — verum þá handfljótir! Vjer eigum að hagnýta góðu stundirnar, til að skapa oss fastar venjur. Þegar tilfinningin fjarar svo aftur, skilur hún eftir ágætan reka, föst áform og aukna vinnulöngun. Menn munu og sjá, hversu sönn eru þessi orð úr Imitatio Christi: „Qui amat, non laborat“, — þeim, sem elskar, er okið Ijett. Menn munu sjá, hvernig móðurástin getur virt að vett- ugi heiður og föðurlandsást; bara hann fái að halda lífi! Þó liann eigi að lifa við skömm, Ijara hann haldi lifinu! En vjer munum einnig brennandi ættjarðarást Cornelíu, sem er dæmi þess, að tilfinningar, sem þroskuð hugsun hefir vakið, geta jafnvel sigrast á hinum sterkustu eðlishvötum. Dæmi Cornelíu er oss heilagt, því það sannar oss það, að kleift er að uppræta hinar sterkustu eðlishvatir. En með líku skal líkt út drífa.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.