Menntamál - 01.01.1925, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.01.1925, Blaðsíða 8
54 MENTAMÁL Það þarf sterkar tilfinningar þroskaös manns, til aö vinna bug á e'ölishvötunum. VI. Ytri siðir. Þaö er alment lögmál, aö tvö fyrirbrigöi, sem vön eru aö fylgjast aö, hafi tilhneygingu til að vekja hvort annað. Það cr vegna þessa lögmáls, að hinir vitrustu sálfræöingar, sem fengist hafa viö að fóstra tilfinningarnar, svo sem lgnatius Loyola og Pascal, hafa lagt á þau ráö aö iðka ytri guösþjón- ustusiði, til að vekja tilsvarandi trúartilfinningar. Eins og kunn- ugt er, getur látbragð dáleiddra manna vakið tilsvarandi til- finningar. Burke gat þess, að hann hafi oft veitt þvi eftirtekt, hvernig reiðin vaknaði í sál hans, um leið og hann gerði til- svarandi hreyfingar. Hundar, börn og jafnvel fullvaxnir menn berjast oftlega siðast af heift, þó byrjað hafi verið i leik. Hlátur og grátur eru smitandi. Þunglyndur maður leggur haft á gleði annara. Kínverskir kurteisissiðir, sem mest beinast að því að glæða lotninguna, eiga rót sína að rekja til Konfús- íusar, sem mun hafa haft líka skoðun og Loyola um það, að látbragðið veki tilfinningarnar. Helgisiðir kaþólsku kirkjunn- ar voru bygðir á mikilli mannþekkingu, og jafnvel trúleysingj- ar verða fyrir áhrifum af þeim. Það getur ekki hjá því farið, að lotning grípi alla trúhneigða menn, þegar söfnuðurinn krýp- ur á knje í djúpri þögn að sálmasöngnum loknum. Er ekki eins og það ljetti af okkur fargi, þegar ljettlyndur kunningi heim- sækir okkur, þegar oss er þungt i skapi ? Þess gerist ekki þörf, að telja fleiri dæmi. Leitið, og þjer munuð finna eins mörg og verkast vill. Á þennan hátt getum vjer ]ió ekki vakið aðrar tilfinningar en þær, sem þegar leynast með oss. Vjer vekjum, en kveikjum þær ekki. Tilfinningar, sem vakna með þessu móti, eru jafnan veikburða. Slíkt ytra látæöi, sem slær inn, er að eins hjálpar- meðal. Það leggur tilfinningunum sama lið og skriftin hugsun- inni. Það getur veitt oss öfluga hjálp til að halda athyglinni

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.