Menntamál - 01.01.1925, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.01.1925, Blaðsíða 12
58 MENTAMÁL Þaö er nú tíöarandinn, aö agi er sjaldan nefndur. Mörgum finst ])að of agalegt — eða rjettara sagt heragalegt •— orð til að eiga nokkuö skylt við frjálslegt uppeldi. En aga má með ýmsu móti. Hin tvö sterkustu öfl agans eru ótti og elska „Vjer eigum að óttast og elska guð,“ sagöi Lúther, og hann hefir ])ar tilnefnt hin tvö öfl, sem sameina trú og siðferði. Það er ótti og elska trúaös manns, sem gerir hann að betri manni. Vjer mennirnir stöndum gagnvart guði eins og börn gagnvart fullorðnum. Óttinn og elskan eru þau meginöfl, sem aga barnshugann. En þeirra er óttinn miklu auðveldari. Harð- lynt fólk beitir oft honum einum. Þessvegna hefir aginn fengið óorð á sig. Og væri þó ekki ráðlegt að gera óttann útlægan úr uppeldinu. En kærleikurinn er máttugri. Sólin er vindinum sterkari. Kærleikurinn einn megnar að vekja það besta í börnunum. Þegar óttanum er beitt, verður boðorðið ok, en elskan gerir okið Ijett. Ótti og elska eru þannig sterk- ustu stoðir agans, en án agans er uppeldið ekkert. Takmark agans er sjálfsögun. Þeir sem í æsku hafa notið handleiðslu foreldra og kennara, veröa á fullorðinsárunum sjálfir að leiða sjálfa sig. Aginn á að byrja þegar barnið fæð- ist. Fyrstu mánuðina eiga börn að liggja sem rnest i vöggu sinni og njóta værðarinnar. Ef þeirn er hossað og gengið með þau þegar þau skæla, gerast þau brátt svo heimtufrek, að þau þurfa manninn með sjer. Allan vísi til vondra siða ber að taka fyrir, óðar en þess veröur vart. En að góðum til- lmeigingum skal hlynna. Reynir þá á skilninginn á greinar- mun góðs og ills í fari barna, en ]>að er a,ðalmein uppeldisins, að sá skilningur er oft sljór. Þegar barnið kemst yfir á annað áriö, vandast uppeldið. Þarf þá mikillar þolinmæði og lipurð- ar. Það þarf lægni og nákvæmni til að temja fola, og minni kröfur ætti enginn að gera til sjálfs sín um uppeldi barna sinna, en gerðar eru til þeirra, sem taka hesta til tamningar. Móðirin ber aðalábyrgðina á uppeldi barnsins. Þeirri ábyrgð má hún aldrei velta yfir á aöra. Einkum ber að forðast það, að tveir hafi yfir barni að segja, sem svo ber ekki saman í

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.