Menntamál - 01.01.1925, Blaðsíða 16

Menntamál - 01.01.1925, Blaðsíða 16
62 MENTAMÁL aö þulum einum, oröagjálfri, sem enginn skilningur fylgir, mergsýgur trúarlífiö. Þaö er heimskuleg blindni, guðlast og’ andstygð í augurn guös og góöra maiina. Náttúrufræði. Þjóö vor á hina ágætustu vísindamenn meöal náttúrufræö- inganna — Polhem, Linné, Berzelius. Er nokkuö vit í þvi, aö skólarnir í föðurlandi þeirra vanræki þessa vísindagrein meir en allar aðrar? Er það skynsamlegt, að gerast heimagangur í Róm og Aþenu, og vera allsendis ókunnugur i þeim heimi, sem vjer lifum í frá vöggu til grafar, og opinn er öllum vor- um skilningarvitum ? Ætli bók náttúrunnar sje hin einasta meöal allra bóka, sem ekkert mentunargildi hefir, og því gagnslaus fyrir uppeldið? Það nýja testamentið, sem út kem- ur á hverju vori, þar sem bókstafirnir eru blóm og lögin eru fuglasöngurinn, — sú biblía, sem sett er með silfurstíl á him- inbláma og opnast á hverju kvöldi yfir höfði voru, þar sem kaflarnir eru sólkerfi, og hvert orð er ljómandi stjarna — og sá visdómur, sem brýst inn í iður jarðarinnar — ætti þessi bók ekki aö vera aðalbók mannkynsins, og síst minna um hana vert en Hellas og Róm, og hefi jeg þó mikið dálæti á þeirra bókmentum. Hjer og þar. Kennaraháskólinn. Við kennaraskóla ríkisins í Kaupmannahöfn hafa orðið skólastjóra- skifti. Hans Olrik er látinn, en við tók í hans stað Vilhelm Rasmussen. Prófessor Olrik var mörgum íslendingum að góðu kunnur. Hann stjórn- aði skólanum vel og gætilcga, og ávann sjer hvers manns hylli. Sagna- vísindi og uppeldismál voru áhugamál hans, og naut hanu mikils álits fyrir störf sin í háðum þeim greinum. Nokkur kurr hefir orðið út af veitingu V. Rasmussens meðal „rjetttrúaðra", þvi að Rasmussen hefir oft verið heldur harðskeyttur í þeirra garð. En kennarar hyggja yfir- leitt gott til skólastjórnar hans. Hygst hann að auka kenslurannsóknir og auka kensluna i nútíma uppeldisvisindum. Æfingaskóla vill hann koma upp, til að reyna þar nýjar aðferðir og tillögur, því að mikið af

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.