Menntamál - 01.01.1925, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.01.1925, Blaðsíða 17
MENTAMÁL 6.3 slíku cr nú á ferðinni, enda er nú umbótahugur í kennurum um heim allan. Auk þess vill hann koma upp kenslu fyrir stúlkur um kenslu- aðferðir Fröbels og Montessori. Er þess að vænta, a'ð íslenskir kenn- arar leiti til þessa skóla hjer eftir eins og hingað til. Tilgangur hans er að veita kennurum þá viðbótarfræöslu, sem kenslustarfið kennir þeim að þrá,- Frá Englandi. I sambandi við kosningarnar síðustu, stóðu miklar umræður um skólamál. Hinir þrír aðalflokkar gáfu allir sömu loforð, og fögnuðu ensk blöð þvi, að kennarar og foreldrar gætu nú gengið rólegir til kosninga, því að málurn þeirra væri nú horgið, hver svo sem ofan á yrði. F.inkum er rætt um að byggja ný skólahús, auka kennarament- un, bæta barnafræðslu i sveitum og koma unglingafræðslu í gott lag. Heyrast nú háværar raddir um að lengja skólaskyldu að mun. Kenn- arar eiga að fá fulltrúa í skólanefndum, auka skal undirbúningsmentun þeirra og gefa þeim frjálsari hendur í starfi sínu. Lagt er til, að skóla- nefnd og foreldranefnd sje við hvern skóla, og starfi þær saman. Kenn- arar eru nú 163.000 á Englandi. 33.000 þeirra hafa ekki kennarapróf. Gjöld ríkisins til skólanna eru nú 87,5 milj. sterl.pund. En til hermála fara 122 milj. sterl.pund. Er það tilætlun hinna frjálslyndu flokka að sparað sje fje til hermálanna og lagt til skólarina. Baldwin, foringi íhaldsmanna, lýsti yfir því, að flokkur hans væri fylgjandi öllum megin- umbótum í skólamálum, og vildi auka svo veg kcnnarastjettarinnar, að liinir bestu menn leituðu þangað. Asquith, foringi frjálslynda ílokks- ins, sagði, að sparnaður til mentamála væri eyðsla. Skoðanir enskra jafnaðarmanna eru kunnar. Þeir telja því fje vel varið og arðvænlega, sem fer til skólanna. Fræðslumálaráðherra jafnaðarmanna-stjórnarinn- ar naut mikils trausts foreldra og kennara, og hefir það vakið almenna ánægju, að E. Percy, hinn nýji fræðslumálaráðherra íhalds-stjórnar- innar, liefir lýst yfir því, að hann muni i skólamálum halda áfram i sömu stefnu og fráfarandi stjórn. Fröbel og Montessori. Það er margt líkt með þessum tveimur uppeldisfrömuðum. Bæði hafa þau sint sjerstaklega ungþarnafræðsluimi og leggja mikla áherslu á starf- ið. Barnagarðar Fröbels hafa einkum náð mikilli úthreiðslu í Ameríku, en kensluaðferðir Maríu M!ontessori hafa nú á síðari árum rutt sjer hvervetna mjög til rúms. í Skólablaðinu hirtist fyrirlestur um þær eftir frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur. Af dönskum þýðingum á bókum um kensluaðferðir hennar skal sjerstaklega bent á: „Montessori-Meto-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.