Menntamál - 01.01.1925, Blaðsíða 10
56
MENTAMÁL
gremur“, og maður kemst í sama skap eins og maöur væri
kunnugur á heimilinu frá barnæsku.
En eitthvaö er aö. Hinn ytri heimilisbragur er ekki sam-
boöinn andlegri menningu fólksins. Baöstofurnar eru óöum
aö hverfa. Þar stóöu rúmin meö heimaofnum ábreiöum undir
sköruöum súöunum meðfram báöurn veggjum. Út viö glugg-
ann var lítiö borö. Húsgögnin voru ekki mikil, en þó vantaöi
]rar ekkert til að gera heimilið hlýlegt og smekklegt. í stað
baöstofanna eru nú komnar teningslagaöar stofur. Þar vantar
alt, því hiö litla, sem er þar,.er oftlega verra en ekkert. í nýja
húsinu er meiri verkaskifting milli herbergjanna en í gamla
bænunr. Þegar flutt var úr baðstofunni, voru engin húsgögn
til aö flytja yfir i nýju stofuna. í sveitinni var enginn, sem
gat srníöaö notadrjúg, smekkleg og ódýr húsgögn. Hvergi
voru ráð aö fá. Til að bæta úr því, var svo fengiö eitthvað
dót úr kaupstað. Á ríkum heimilum er keypt alt, sem kaup-
staöa1)úar eru vanir aö hafa í kring um sig. Svo segja bæjar-
búarnir ]ægar þeir koma: „Mikið einstaklega er myndarlegt
hjerna, ]>að er bara alveg eins og að koma i kaupstaö.“ En
það á alls ekki að vera eins aö koma í sveitina og aö koma
í kaupstað. Auk þess er það engin fyrirmynd, aö koma á kaup-
staðaheimili víðast hvar. Kaupstaðastillinn er dýr, ef hann á
að sóma sjer. Kaupstaðabúar verða flestir að sætta sig við
eftirlikingar. Þaö má ])vi nærri geta, hvernig eftirhermur
sveitanna eftir eftirlíkingum kaupstaöanna líta út. Þegar svo
bæjarbúar koma i sveit, og líta í kring um sig á bæjunum,
finst þeim oftlega þeir vera einhver áðáll, sem reynt sje að
stæla. Menningarsnauðir bæjarbúar líta ])ví sömu augum á
sveitamenning og ómentaðir útlendingar á íslenska menning
yfirleitt. Þeir dæma alt eftir hinu óheflaða ytra börði. Hugsið
ykkur góðan bónda, alskeggjaðan, svipmikinn hreppstjóra í
heimaunnum fötum, á oddmjóum lakkskóm, með hanska á
höndunum og „sígarettu“ í munninum. Jeg býst ekki einu sinni
við að kaupstaðastúlkurnar myndu segja að hann væri „sæt-
ur“. En þannig er heimilismenningin að verða víða um sveitir.