Menntamál - 01.01.1925, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.01.1925, Blaðsíða 14
6o MENTAMÁL Uppeldi og agi eru náskyld hugtök, og er þó í ööru orSinu áherslan á þroskanum, en i hinu á aðhaldinu. En í því tvennu eru allar skyldur foreldra og kennara fólgnar, að hlynna aö þroska barnanna og a'ð beina hæfileikum þeirra á rjettar braut- ir, en sá agi er bestur, sem vekur þá tilfinning, að honum sje ekki beitt til að láta kenna á valdi sínu, heldur í þjónustu þess rjettlætis, sem foreldrar, börn og kennarar verða öll jafnt að lúta. Úr ræðum Tegnérs. Tcgner cr kunnur af skáldskap sínum, en liitt vita færri lijcr á landi, að hann var einhver hinn sniallasti uppeldisfræðingur Svia. Eftir að hann varð biskup, hjelt hann á ári hverju ræður við skólauppsagnir, og eru þær ræour meistaraverk. Eru hjer birtir nokkrir kaflar úr þeim, sem varða oss ekki síður en það, sem nú er ritað, þó að þeir sjeu samdir fyrir hundrað árum. Sagan. Æfintýráþrá og ást á sögum er eitt einkenni æskuár- anna. Vjer munum öll hversu hugfangin vjer voruin af æfin- týrum. Sömu ánægju hafa börn af sógu þjóða, sem eru á ungum aldri. Það tímabil sögunnar er með riddarablæ. Þá þroskast þjóðirnar, þá eru hetjurnar uppi, og oftlega nær þá smekkurinn miklum þroska. Hjá ITelle’num yrkir Hómer skáld-sögu, en Ilerodot skrifar sauna sögu. Annar þeirra er faðir hetjuljóða, en hinn sagnaritunarinnar. Sagnirnar eru sá þáttur sögunnar, sem börnin skilja. Þvínæst Jtroskast skiln- ingurinn á æfisögunum, sem eru ekki eins æfintýralegar en með sterkum veruleikablæ. Þarnæst kemur skilningur á sögu ríkjanna að fornu og nýju. Kenslubækur í sögu skal rita með tilliti lil þessara sanninda. Þurrar konungaættartölur, sem miklast af fróðleiksgildi sínu, og eru þó ekki annað en fæð-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.