Menntamál - 01.04.1926, Síða 5

Menntamál - 01.04.1926, Síða 5
MENTAMÁL 99 þessu sinni nægir aö birta hina hinstu kveöju eins hins besta .•samverkamanns hans, síra Magnúsar Helgasonar kennara- skólastjóra. Fer húskveðjan hjer á eftir, og munu allir kenn- :arar geta tekiö unclir kveöjuoröin: Jeg kýs rnjer engan texta eSa inngangsorö aö fáeinum minningar og kveðjuoröum yfir látnum vini fremur en þenna alkunna sálm, er nú var sunginn. Hann er enginn útfarar- sálrnur sjerstaklega; minnist ekki á dauöann. Jeg ætla ekki 'heldur aö tala um dauöa. Jeg trúi, eins og skáldið segir, aö feigðin hún sje skannnvint skuggaspil, í skaparans hendi eng- inn dauði til. En jeg veit að lífið hjer á mikið af mæðu og kvíða, sorg og tárurn, en þessi sálrnur flytur lífsskoðun, sem er bót við því öllu, sem lyftir huganum upp yfir dimmu og dulargátur lifsins og allrar tilverunnar, ,,upp til hans, sem öllum hefir eiliít búið hjálparráð." Hann flytur sama ráðið, sem Jesú gaf forðum hræddum og harmandi föður, þetta: „Óttastu ekki, trúðu að eins.“ Alt af er trúin á guð einka- athvarfið, altaf hinzta úrræðið að fela honum sig og sína, hvað sem mætir. Ekki get jeg annað skilið, en að altaf verði hverj- um hugsandi manni dinit fyrir augum, sem horfinn er frá guði, hversu glatt sem sólin skín og hversu blítt sem veröld- in brosir. En altaf hefir sá Inaður leiðarljós, er algóðum guði treystir, hversu myrkt sem verður umhverfis hann, hvort sem er á lífsleiðinni eða í skuggadal dauðans. Jeg vildi biðja þess fyrir oss öll, að þessi alvörustund, þetta skilnaðarspor, sem hjer er sfigið, já, hvert fótmál, sem vjer stígum hjeðan af til grafar vorrar, rnætti sí og æ innræta oss betur og betur þessa lífsskoðun, þetta trúnaðartraust, sem birtir yfir allri veröldinni, yfir lifenda bústöðum og dáinna gröfum. Að hún mætti draga beizkjuna úr tárum okkar allra, hvort sem þau eiga hjer að hrynja eða annars staðar, leynt eða ljóst, hvort heldur yfir raunum lífsins og þrautum eða skilnaði og sökn- uði er ástvinir hverfa. Það er þjóðkunnur jnaður, sem hjer er fallinn frá. Maður,

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.