Menntamál - 01.04.1926, Qupperneq 13

Menntamál - 01.04.1926, Qupperneq 13
MENTAMÁL 107 æfi þína og hvern góöan liösmann, er hann gefur. Viö bitSj- u'm hann a‘5 blessa börnin þín; vera þeim æfinlega athvarf og styrkur, gefa þeim trú og traust til aö bera með hugprýöi þenna nýja missi, og til aö leiöa og styöja hvert annaö æfin- lega, láta þau aldrei leita þín nje annara látinna meöal dauöra, heldur á landi lifenda, þar sem aftur veröur fagnafundur þeg- ar drottinn vill. Við biöjum guö að blessa málefnin, senn þú lifðir fyrir og barst fyrir brjósti, og láta þau aldrei bresta liðsmenn nje foringja, og leiða ])au frá sigri til sigurs öldum og óbornum til heilla. Við biðjum guð aö blessa minningu þína meðal vor og komandi kynslóða, og kveöjum þig nú sjálfan með drottins blessunarorðum. Jón Magnússon forsætisráðherra. F. 16. jan. 1859. — D- 23- júní 1926. Fregnin um fráfall Jóns Magnússonar, forsætis- og fræðslu- málaráðherra, kom ölluin á óvart. Hann var að vísu hnig- in á efri aldur, en þó hinn hressasti og engin ellimörk á hon- um aö sjá. Það virtust ekki líkur til annars en aö hans nyti lengur við. Þar á kennarastjettin á 1jak að sjá æðsta yfirmanni sínum. Jón Magnússon hafði um langt skeið mikla íhlutun um yfir- stjórn fræðslumálanna. Skrifstofustjóri dóms- og kirkjumála- ráöuneytisins, —• en þar undir heyra fræðslumálin, — var hann frá 1904—1909. Áriö 1917 verður hann forsætisráðherra í ársbyrjun. Tók hann þá og að sjer dóms-, kirkju- og kenslu- málin, enda var hann frá fyrri tíð manna kunnugastur þeim málum. Hjelt hann ráöherradómi til 1922. Á því tímabili fjekst (1918) úrlausn á sambandslagadeilunni, er flestir ljetu sjer vel líka, og er það merkasti atburðurinn i íslenskum stjórn-

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.