Menntamál - 01.04.1926, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.04.1926, Blaðsíða 8
102 MENTAMÁL um greinum. Honum skildist, aö aukin og endurbætt alþjóöar- mentun var skilyröi framfaranna í öllum greinum. Hann haföi sjeö með eigin augum, hversu mikiö var gert hjá frændþjóöun- um öllum til eflingar almennri mentun meö æöri stjettum og lægri, en hjer haföi lítið sem ekkert verið gert í því skyni af landstjórnar hálfu, og nú var alþýðan hjer, sem lengi i þvi efni hafði staöið á gömlum merg og búið að fornum bókmentum,. orðin ver sett en annarsstaðar, hin fornu fræði gullaldarinnar í fárra manna höndum, og helzt til lítiö nýtt komiö í staðinn. Það eina, sem talið var skylt aö kenna börnum var lestur og krist- indómur, og hann var enn kendur á eina bók, kverið, sem þau lærðu í þulu tilsagnarlaust, nema það sem prestarnir spurðu þau út úr því undir fermingu. Barnaskólar ekki neina í helztu kauptúnum og enginn annar skóli, nema fyrir embættismanna- efni og einn gagnfræðaskóli nýstofnaður norðanlands ; kennara- stjett engin önnur en prestastjettin, og þegar henni var skipað um þessar mundir að sjá um, að liörnumi væri kent aö skrifa og reikna, þá varö tilfinnanlegur skortur á mönnum til að kenna þaö. Framkvæmdin varð því víða hvar mest nafnið, endá ekki fátitt að heyra þá kenslu talda litla nauðsyn öllum almenn- ingi og sízt stúlkubörnum. Úr þessu átti nú alþýðuskólinn i Flensborg að reyna að bæta. Það var hugsun og þrá skóla- stjórans þegar frá upphafi. Það var hvorttveggja, aö hann var svo brjóstgóður, að honúm var sárt til þess að hugsa, að; nokkur smælinginn yröi útundan um rnentun, og honum var einnig ljóst, að holl og góð alþýðumentun er traustasta undir- staða þjóðarheilla og þjóðþrifa, og aö því smærri sem þjóðin er, því meir ríður henni á aö hvert hennar barn, sonur og dóttir, verði sem mestur maður og beztur. Hann langaði til að gera skólann sinn að kennaraskóla, gera kensluna þar svo úr garði, að hún yrði nokkurskonar Draupnir, er af drypu sem flestir hringar jafnhöfgir út um bygðir lands til blessunar. Til þess treysti hann ekki á bóknám eitt, heldur og á vinnú- brögð og verklag. Það kendi hann sjálfur í skóla sínum, eftir að hann hafði farið utan aftur til að sjá þar þess konar kenslu.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.