Menntamál - 01.03.1932, Side 4

Menntamál - 01.03.1932, Side 4
5o MENNTAMÁL áliti forráðamanna barnanna —, liggur svo nærri að gefa þeiitt aðilanum á því sökina, sem uppeldið hefir annast að öðrum þræði, en það eru skólarnir. Vitanlega getur hver uppalandi orkað hér miklu, til ills eða góðs. En fyrst og fremst eru stakkaskifti barnsins í venjuleg- ustu háttum og dagfari einn liður í lögmáli lífsins, sem fram- hjá verður naumast sneitt. Það er auðveldur leikur, að skella skuldinni á skólann, ef óþægð barns og orðfæri, tillitsleysi þess og einþykkni, brýt- ur í bága við heimilissiðu og venjur. Annað, líklega ennþá algengara, ásökunarefni á hendur harna- skólunum er, hve börnin lœri lítið og læri illa fyrirskipaðar námsgreinir. Um fyrra atriðið vita kennarar það, að skólarnir eiga sjaldn- ast sök á þeim hlutum, aðra en ]iá, að þar koma saman stórir hópur nemenda, þar sem hver á þess kost, að læra af tiltekt- um annara, sjálfum sér til ills eða gagns. En hætt er við, að svo myndi og fara, þótt eigi væri skólum til að dreifa. Leik- vellir og götur kaupstaða og þorpa eru eigi síður samkomu- staðir, þar sem eftirlits og leiðbeininga er stundum smár kost- ur. En þar fyrir utan er börnum nauðsyn að kynnum félags- lífs í sínum hópi. Lífið heimtar slíkt af þeim fyr eða síðar. Það er alveg sjálfsagt að horfast i augu við þá staðreynd, hve örðugt virðist vera að fá almenning til rétts og skynsam- legs mats á starfsemi skólanna. Ástæður kunna að vera ýmsar, en að minni hyggju eru þær fyrst og fremst þessar: Skoðanir kennara og íoreldra fara alloft ekki saman, þegar velja skal leiðir til raunhæfrar fræðslu og uppeldis barna í skólunum. Þetta misræmi milli tveggja þeirra aðila, sem flestum öðr- um frernur ættu og þyrftu að beita gagnkvæmum skilningi að sameiginlegu starfi, liggur i því að hvor um sig ályktar og starfar —• eins og líklegt er — á grundvelli kunnáttu sinnar og reynslu í þessum efnum. Foreldrar, sem gengu í barnaskóla fyrir 20—30 árum síðan

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.