Menntamál - 01.03.1932, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.03.1932, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL 63 Yigtun skólabarna. SíÖastliðna 2 vetur hafa öll börnin i barnaskólum Reykjavík- ur veri'Ö vigtuð með reglulegu millibili. Er þetta gert í þeim til- gangi að kennarinn geti þannig betur fylgst með líðan og þroska barnsins, og þá máske haft ábrif á barnið, að borða mcira bollar fæðutegunclir, svo sem hafragraut og annan þann mat, sem börnum er sérstaklega hollur, en sem þau oft eru ólystug á. Þetta virðist ekki stórt atriði, en ])ó hefir það nú þegar reynzt þýðingarmikið í nokkrum tilfellum. T. d. kom ])að í ljós við næst- síðustu mánaðarvigtun bjá Jóni frá Flatey kennara, að barn hafði létzt um 2 pund i desember. Enginn hafði tekið eftir óbreysti í barninu, bvorki kennari né foreldrar. Þessi rýrnun barnsins þótti ])ó grunsamleg, og þegar læknir skoðaði barnið, komu í ljós svo alvarleg veikindi í barninu, að tafarlaust varð að taka það úr skóla. Svona dæmi verða auðvitað alltaf fremur sjald- gæf, en vigtunin befir sjálf mjög holl áhrif á börnin. Það kem- ur kapp í þau að léttast ekki og standa sig á vigtinni, og út frá þvi fær kennarinn ágætt tækifæri til að tala við börnin um hollustuhætti, og börnin sjá það við athugun og reynslu, að vissir bollustuhættir eru til. Vigtun bvers bekkjar tekur aðeins einn klukkutima i senn, en vigtunin sjálf er börnunum* efni í margar kennslustundir, bæði í því sem á vart bent, og eins í reikningi og fleirú. /. T. Grísirnir á Svínafelli. Svo heitir æfintýri, sem Bjarni M. Jónsson kennari hefir sagt á íslenzku, en Guðmundur Gamalíelsson gefið út. Æfin- týri þetta hefir Bjarni sett saman við myndir, sem Louis Moe hefir teiknað með skemmtilegum æfintýrablæ. Myndirnar eru settar inn í æfintýri Bjarna óbreyttar. Bjarni hefir hér sem fyr gott lag á því, að segja æfintýri við barnahæfi, en vegna þess að efni æfintýrisins varð að fara eftir myndunum, sem bera mjög óíslenzkan blæ, þá missti æfintýrið einnig þann svip af íslenzkum hátturn, sem það annars rnundi hafa haft.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.