Menntamál - 01.03.1932, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.03.1932, Blaðsíða 18
64 MENNTAMÁL Bókin er mjög álitleg. ÆfintýriíS er fjörlega og skemmti- lega skrifað, og myndirnar eru skýrar og fallegar. En óneit- anlega er Ijókin dýr eftir lesmáli því, sem í henni er, og mun það vera vegna myndanna, sem fylla mikinn meiri hluta bók- arinnar. J. S. Skinfaxi, blað „U. M. F. í.“ MeÖ byrjun þessa árs hóf Skinfaxi um- ræður um uppeldismál. Birtist í i. tölublaðinu grein eftir Sig- urS Thorlacius skólastjóra í Reykjavík, sem hann nefndi: „Hvert stefnir í uppeldismálum samtíðarinnar ?“ Greinin fjallar um tilraun, sem Washburnes skólastjóri í Winnetka í Ameríku hef- ir gert í því skyni, að fá merkustu hugsjónamenn heimsins til að láta uppi álit sitt á því, hvert stefna beri með framtíðarupp- eldi þjóðanna. Kennarar ættu að kynna sér grein þessa. /. ó\ Námsstjórar munu flestir fara eftirlitsför um héruð sín í þessum mánuði. Eftirtaldir kennarar hafa verið skipaðir námsstjórar: Steingrímur Arason, í Reykja- vik. Helgi Hjörvar, í kaupstöðum utan Rvíkur. Bjarni M. Jdnsson, í Gullbfingu- og Kjósarsýslu. Hervald Björnsson, í Borgarfjarðarsýslu. Sveinbjörn Jónsson, i Snæfellsnessýslu. Jóhannes B. Jónsson úr Kötlum, í Dalasýslu. Hjörtur Hjálmarsson, í A.-Barðastrandarsýslu. Jónas Magn- ú'sson, í V.-Barðastrandarsýslu. Friðrik Hjartar, í V.-ísafjarðarsýslu. Björn H. Jónsson og Gunnar A. Jóhannesson, í N.-ísafjarðarsýslu. Guð- mundur Þ. Guðmundsson og Bjarni Þorsteinsson, í Strandasýslu. Guð- mundur Björnsson, í V.-H'únavatnssýslu. Kristján Sigurðsson, í A.-Húna- vatnssýslu. Friðrik Hansen, í Skagafjarðarsýslu. Snorri Sigfússon og Einar M. Þorvaldssion, í Eyjafjarðarsýslu. Egill Þorláksson, í S.-Þing- eyjarsýslu. Dagur Sigurjónsson, í N.-Þingeyjarsýslu. Lúðvík Þorgrims- son, í N.-Múlasýslu. Sigdór Brekkan og Eiður Albertsson, í S.-Múlasýslu. ,Óli Kr. Guðbrandsson, i A.-Skaftafellssýslu. Halldór Sölvason, í V.- Skaftafellssýslu. Sigfús Sigurðsson, í Rangárvallasýslu. Ingimar Jóhanns- son og Þorvaldur Sigurðsson, í Árnessýslu. Menntamál. Verð 5 ltr. árg. Afgr. i Arnarhvoli. Sími Arnarhvoll. Félagsprentsmiðj an.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.