Menntamál - 01.03.1932, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.03.1932, Blaðsíða 12
5« MENNTAMÁL skóla og gagnfræÖaskóla. Með tímanum gæti svo meira kenn- arapróf verið skilyrði fyrir því, að hljóta stöðu við ofannefnda unglingaskóla, og skólastjórastöður við fasta barnaskóla og heimavistarskóla. Akvæði þetta er ekki einungis réttarbót til handa kennurum þeim, er meira prófi Ijúka, heldur og menn- ingarkrafa af hálfu þjóðfélagsins til þeirra manna, er það trúir fyrir ábyrgðarmiklum kennarastörfum. Að sjálfsögðu þarf að setja nánari ákvæði um prófstofnun þessa með reglugerð, og er eðlilegt, að kennslumálaráðuneytið njóti aðstoðar fræðslumálaneíndar við samningu hennar. Frumvarp jietta er að nokkru byggt á hugmynd hr. Pálma Idannessonar rektors um þessi mál. Ekki þótti tiltækilegt, að fara fram á neitt, sem hefði mikil útgjöld í för með sér, — svo sem stofnun kennaraháskóla. Prófstofnun þessi ætti að geta orðið til mikillar hjálpar við sjálfsnám og athugun, sem yrði að vera því samfara. Þar kærni til greina leiðbeiningar um l)ókaval, bréfaviðskifti, fyrirlestrar og ritgerðir uin uppeldismál. En þó yrði aðalhlutverk henn- ar það, að fylgjast með þróun skólamálanna annarsstaðar, vera fundvís á ])að, sem gæti orðið til heilla, og sníða það við okkar hæfi. Vera vekjandi og hvetjandi um allt, sem gæti miðað að ]ivi, að gera okkur hæfari í baráttunni við slæm kjör og óhæft fyrirkomulag kennslunnar, stvðja okkur í ])vi, að hreyta skólunum í lífrænar stofnanir. Á mestu veltur þó, að kennarar notfæri sér þessa stoímm og ])á mun sannast, að hún getur orðið vísir til annars meira. Kraftur hennar og vöxtur mun eflast meira af áhuga og skiln- ingi kennaranna, en nokkru öðru. Kennarar! gerum miklar kröfur til okkar sjálfra og verum einarðir i kröfum til ])jóð- félagsins um allt, sem að þessum málum lýtur. Köstum þeirri þrælaauðmýkt, sem gerir hvern mann að mann- leysu og drepur niður þýðingarmestu velferðarmálum þjóðarinn-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.