Menntamál - 01.03.1932, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.03.1932, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL 61 FélagiÖ géfur út nýskólarit (mánaðarblöð) á flestum þjóð- rmálum Evrópu samtímis. En fréttir af starfi félagsins eru igefnar frá aðalskrifstofunni í London. Enska deildin hefir nú valið sér nýjan forseta, Salter Davies að nafni, og flutti hann fyrstu forsetaræðu sína á nýafstöðnu þingi enskra nýskólamanna. Aðalinntak þessarar ræðu Davies’ var á þessa leið, mjög dregið saman: — — — ,,Eg er fús að játa, að ekkert er til, sem segja má, að sé að öllu leyti nýtt. Svo er einnig varið um uppeldið. En ef við lítum á uppeldisstarfið í dag, þá getur okkur ekki blandast hugur um, hve það er afar frábrugðið uppeldinu, eins og það var í gær. Svo mjög fer uppeldisstarfið nú aðrar leiðir ■en áður var, að með rökum mætti segja, að runnin væru upp tímamót í sögu uppeldisins í heiminum. — ■—■ — Hverjar eru þá nýjungar þær i uppeldi, sem slíkt lífrænt gildi virðast hafa fram yfir það, sem áður var? Uppeldið i gær lagði óhæfilega rnikla áherzlu á að halda fróðleik að nemendunum, troða í þá vizku kcnnarans og bókanna. 'Og það v ar álitin skylda kennarans, að láta nemendurna læra allt það, sem hann kunni og þeir á nokkurn hátt gátu tekið á móti, hvort sem nemendunum líkaði betur eða ver, eða þeim var það eðlilegt eður eigi. — ■— — Dickens gaf eitt sinn þessa skýringu á markmiði uppeldis: „að lijálpa til uppvaxtar og þroska nytsömmn og hamingjusömum mönnum og konum“. Og þótt eg viðurkenni, að uppeldi gamla tímans hafi oft beitt hörku og skilningsleysi við uppvaxandi æsku, þá þurfa hinir framsæknu uppeldisfræðingar nýja skólans að minnast þess vel, að oft geta hindranir og þvinganir verið nauðsynleg skilyrði íyrir sönnu frelsi. — Kennurum nýja skólans hættir oít til, að tala of margt og gera allt of mikið fyrir nemendurna. En sú raunverulega skylda kennarans er, á hvern þann hátt sem hann getur beztan fundið, að laða fram til starfs og þroska þau góðu öfl, sem í barninu búa, vekja sem auðið er, i barninu jgöfugmennið, hetjuna og athafnaþörfina til góðra framkvæmda." — í lok ræðu sinnar sagði Davies, að sér virtist hægt að

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.