Menntamál - 01.03.1932, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.03.1932, Blaðsíða 14
6o MENNTAMÁL ■—■ Einn gleggsti munurinn á skepnu og manni er sá, a8 skepn- an skynjar og lætur sér að miklu leyti nægja meÖ skynjunina, en maÖurinn skynjar og rannsakar og reynir aÖ öölast sem allra fullkomnasta reynzlu fyrir skynjunina. ■—• Slík eru ummæli uppeklisfræÖingsins, en hér er seilst dýpra en í fljótu bragði virðist.' Hér er lýst tveimur mismunandi upp- eldisaðferðum. Önnur er sú, að hjálpa barninu yfir allar tor- færur, vernda það fyrir öllum hættum og áreynslu, — og þeg- ar það fer að læra í skóla, þá að hjálpa því, lesa með þvi eða fyrir það, og skjóta því undan að leggja sig sjálft fram, og á eigin spýtur, við þau úrlausnarefni sem nokkur þraut væri fyrir það að spreyta sig á. Hin aðferðin er sú, að láta barnið, frá fyrstu bernsku, að inestu um það sjálft að velja sér úrlausnarefni og glíma við þau og leysa þau. En reyna hinsvegar jafnan að sjá um, að barnið eigi alltaf kost á miklu úrvali af hollum viðfangsefnum, bóklegum eða verklegum. Starfshvöt barna er nægileg fyrir þroska þeirra, ef þau hafa viðeigandi og góð verkefni. Það sem kennarinn þarf ]iví fyrst og fremst að gera, er að sjá um, að börnin hafi nóg slíkra við- fangsefna, og ein höfuðnauðsynin eru heppilegar og fræðandi lesbækur. Framh. /. S. Hér og þar. Alheimsfélag nýskólamanna („The New Education Fellowship") hefir aðalskrifstofu sina í London, n, Tavestock Square, W. C. i. Félag þetta hefir deildir i öllum álfum heims, en hér i Ev- rópu eru deildir í 20 þjóðlöndum og þar að auki eru einstakir félagsmenn í flestum löndum álfunnar. Enska heitið á félaginu lýsir glöggt takmarki ]>ess og til- gangi, sem er í fáum orðum sá, að hjálpa til aðvhalda uppeldi þjóða og einstaklinga sínýju, síheilbrigðu og lífrænu.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.