Menntamál - 01.11.1944, Page 16

Menntamál - 01.11.1944, Page 16
162 MENNTAMÁL GUÐJÓN GUÐJÓNSSON: Ríkisátgáfa námsbóka Oft ber það við, þegar menn öðlast einhver langþráð gæði, að þeim finnst þau ekki svara til vonanna, sem til þeirra stóðu, enda hættir þeim stundum til að vera hillingakenndar. í þann tíð, sem hafin var ríkisútgáfa námsbóka, hugðu flestir kennarar gott til þeirrar nýbreytni, enda hafði bókakostur sá, sem barnafræðslan studd- ist við, verið mjög í mol- um og bókaþurrð tilfinn- anleg. Á fyrstu árum Rík- isútgáfunnar var mjög bætt úr þessu, bæði með því að láta prenta upp pær bækur, sem skólarnir höfðu notað að undan- förnu, og taka saman nýjar, sem áður hafði vantað. Tókst þannig að bæta úr bókaskortinum, sem hafði áður háð mjög barnafræðslunni, og var það mikilsvert. En þetta var aðeins undirbúningsstarf. Næst lá fyrir að taka til endurskoðunar allar námsbækur barnaskól- anna, bæði þær, sem notaðar höfðu verið alllengi að und- anförnu, og hinar, sem gerðar höfðu verið í skyndi til þess að fylla í auð og opin skörð. Mun öllum hafa verið

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.