Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 16

Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 16
162 MENNTAMÁL GUÐJÓN GUÐJÓNSSON: Ríkisátgáfa námsbóka Oft ber það við, þegar menn öðlast einhver langþráð gæði, að þeim finnst þau ekki svara til vonanna, sem til þeirra stóðu, enda hættir þeim stundum til að vera hillingakenndar. í þann tíð, sem hafin var ríkisútgáfa námsbóka, hugðu flestir kennarar gott til þeirrar nýbreytni, enda hafði bókakostur sá, sem barnafræðslan studd- ist við, verið mjög í mol- um og bókaþurrð tilfinn- anleg. Á fyrstu árum Rík- isútgáfunnar var mjög bætt úr þessu, bæði með því að láta prenta upp pær bækur, sem skólarnir höfðu notað að undan- förnu, og taka saman nýjar, sem áður hafði vantað. Tókst þannig að bæta úr bókaskortinum, sem hafði áður háð mjög barnafræðslunni, og var það mikilsvert. En þetta var aðeins undirbúningsstarf. Næst lá fyrir að taka til endurskoðunar allar námsbækur barnaskól- anna, bæði þær, sem notaðar höfðu verið alllengi að und- anförnu, og hinar, sem gerðar höfðu verið í skyndi til þess að fylla í auð og opin skörð. Mun öllum hafa verið

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.