Menntamál - 01.05.1951, Side 4

Menntamál - 01.05.1951, Side 4
50 MENNTAMÁL egi 10 og um 55 frá Svíþjóð, þar á meðal nokkrir fulltrú- ar og deildarstjórar í fræðslumálaskrifstofu sænska ríkis- ins, margir námsstjórar og fræðslufulltrúar. Fræðslumálastjórarnir voru: Frá Danmörku: „statskonsulent“ Alfr. Andreasen. Frá Finnlandi: „generaldirektör“ R. H. Oittinen. Frá íslandi: Helgi Elíasson. Frá Noregi: ,,ekspedisjonssjef“ E. Boyesen. Frá Svíþjóð: „generaldirektör“ N. G. Rosén. Fundir voru haldnir í Studentskárens hus í Gautaborg. Þar eru rúmgóð húsakynni, og vel var fyrir öllu séð, til þess að fundarstörf tefðust sem allra minnst. Sænski fræðslumálastjórinn, G. Rosén, setti mót þetta á tilsettum tíma. Hann bauð alla fundarmenn velkomna á þennan fyrsta fund norrænna fræðslumálastjórnenda og lét í ljós ánægju sænsku fræðslumálastjórnarinnar yfir því, að öll Norðurlöndin skyldu hafa sent menn á fundinn. Hann lagði áherzlu á það, að skólarnir yrðu að haga störf- um sínum í samræmi við kröfur tímans og þróun á sviði menningar og tækni. Kyrrstaða væri sama og afturför. En, sagði Rosén, skóla- og uppeldismálin verða ekki leyst farsællega með lögum, reglugerðum og fyrirmælum ein- um saman, heldur er nauðsynlegt fyrir þá menn, sem stjórna eiga framkvæmd þeirra, að koma saman og ræða um lausn þeirra vandamála, er alltaf hljóta að koma á daginn í sjálfu skóla- og uppeldisstarfinu. Þessi vandamál mundu vera svipuð á öllum Norðurlöndum og væri því gott og gagnlegt fyrir allar þessar þjóðir, að þeir menn, sem helzt fjalla um skóla- og uppeldismál þeirra, hittist til skrafs og ráðagerða. Þetta ætti líka að geta verið sterkur þáttur í norrænni samvinnu og þó eigi sízt til framdráttar góðu og hagkvæmu skólastarfi. Góður rómur var gerður að ávarpsorðum sænska fræðslumálastjórans. Síðan voru valdir fundarstjórar og ritarar.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.