Menntamál - 01.05.1951, Side 5

Menntamál - 01.05.1951, Side 5
menntamál 51 Hér skal eigi rakið nánar, hvað gerðist á hverjum tíma fundardaganna. Eins og fundai’boðendur höfðu ráðgert, var fyrst gerð grein fyrir skipan skólamálanna í hverju landi fyrir sig og þá sérstaklega þeim vandamálum í fram- kvæmd þeirra mála, sem efst voru á baugi í hverju landi. Þennan lið fundarefnisins fluttu fræðslumálastjórarnir, nema hvað Kurt Falck, fulltrúi (undervisningsrád) í sænsku fræðslumálaskrifstofunni, skýrði frá þessum atriðum eins og þau eru í Svíþjóð. Annar aðaldagskrárliðurinn var greinargerð námsstjóra eða fræðslufulltrúa frá hverju landi um námseftirlit og leiðbeiningar um skóla- og uppeldismál. Að loknum erindunum voru umræður um þau, og bar þá margt á góma, en eigi mun þó minnst hafa verið vert um þær umræður, sem fóru fram milli manna í smáhópum utan sjálfrar fundarsetunnar. Röð erindanna fór eftir stafrófsröð landanna. Skal nú í stuttu máli getið um það helzta, sem fram kom í erind- um manna. Þó mun eigi ástæða til þess að fjölyrða það, sem við landarnir sögðum, því að eigi er þar um annað að ræða en það, sem lesendum Menntamála, er vel kunnugt. Fræðslumálastjóri Dana, Alfred Andreasen, gerði fyrst grein fyrir danska skólakerfinu samkvæmt núgildandi fræðslulögum (frá 1937). Öll börn eru skólaskyld frá 6 eða 7 ára aldri, þ. e. þau eiga að koma í síðasta lagi í skóla 7 ára gömul, en mega koma 6 ára. Þá koma þau í hinn raunverulega barnaskóla (grundskolen) og eru þar til 11 eða 12 ára aldurs, og fer það eftir því, hvort þau koma 6 eða 7 ára í skólann. Þá tekur við fjögurra ára miðskóli, víðast hvar í beinu sambandi við barnaskólann, í sama húsi og undir sömu stjórn og hann. Miðskólinn skipt- ist í prófskóla (eksamensmellemskole) og próflausan skóla (den eksamensfri mellemskole). Síðarnefndi skólinn getur verið fjögurra ára skóli, en er sjaldan nema 2—3 ára skóli. 1 sveitum er víðast hvar barnaskóli fyrir 7—11 ára börn

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.