Menntamál - 01.05.1951, Page 6
52
MENNTAMÁL
og þar á ofan kemur svo aðalskóli (hovedskole) í 3 ár,
og getur sá skóli ýmist verið í beinu sambandi við barna-
skólann eða sjálfstæður skóli fyrir 2 eða fleiri skólahverfi.
Skólaskylda er nú 7—8 ár í Danmörku.
Hinn svonefndi „folkeskole" nær yfir barnaskólann
(grundskolen) og miðskólana. Svo taka gagnfræðaskólar
og menntaskólar við.
Á síðari árum hefur verið komið á hjálpardeildum í
mörgum skólum, og í mörgum kaupstöðum eru sérstakir
hjálparskólar. f þessum deildum eða skólum eru börn, sem
einhverra hluta vegna eiga ekki samleið með öðrum skóla-
börnum. Sum eru þar skamman tíma, önnur lengur —
eða jafnvel meðan þau eru skólaskyld. — Meðal þessara
barna eru börn með sjóngalla, lesblindu, heyrnardeyfu og
síðast en eigi sízt gáfnatreg börn. Sérfróðir kennarar og
skólasálfræðingar annast kennslu þessara barna. Má í
þessu sambandi geta þess, að Kaupmannahafnarbær mun
nú standa einna fremst af höfuðborgum Norðurlanda á
þessu sviði og hafa flesta skólasálfræðinga í þjónustu sinni.
í Kaupmannahöfn hefur verið stofnaður allstór tilrauna-
skóli fyrir börn, og einnig er þar tilraunaskóli fyrir fram-
haldskennslu. Vænta danskir skólamenn sér mikils af skól-
um þessum, enda eru sérfróðir og dugandi kennarar fengn-
ir til þess að starfa við þá, og sálfræðingar eru þar að
sjálfsögðu með í ráðum. Verið er að stofna hliðstæða skóla
víðar í Danmörku.
Meðal mestu vandamála í skólahaldi Dana er það, á
hvern hátt skuli farið með próflausa miðskólann. Hann
hefur ekki náð þeim tilgangi, sem honum var ætlaður, og
fækkar þeim nemendum óðum, sem hann sækja. Danskir
skólamenn leitast nú við að finna ráð, sem duga til lausn-
ar þessu vandamáli, en hver þau ráð verða, er ekki séð
enn sem komið er.
Skipan nemenda í deildir eftir getu á orðið marga and-
mælendur meðal danskra skólamanna. Það þykir ekki vera