Menntamál - 01.05.1951, Page 7

Menntamál - 01.05.1951, Page 7
menntamál 58 í samræmi við þá þekkingu, sem fengizt hefur m. a. fyrir atbeina uppeldis- og sálfræðinga á sálarlífi barna og ungl- inga að gera ráð fyrir því, að allir nemendur sömu deild- ar skuli læra sama námsefni og samtímis í hverri náms- grein, heldur skuli stefnt að einstaklings- og hópakennslu mnan hverrar deildar. Þá skiptir ekki miklu máli, þótt nemendur bekkjarins séu misgefnir. Hver nemandi keppir fyrst og fremst við sjálfan sig. Allir nemendur vinna eftir getu sinni og leitað er eftir áhugaefnum hvers og eins. Við endurskoðun dönsku fræðslulaganna, sem framund- an er, mun eigi hvað sízt þurfa að athuga: Almenna skóla- skyldu í 8 ár, börn eigi kost á að læra eitt erlent tungumál frá 11 ára aldri, prófum nemenda á skólaskyldualdri verði helzt sleppt og miðskólaprófum breytt. Nefnd reyndra skólamanna athugar nú lögin um menntun kennara. Stúd- entar þurfa nú 2 ár í kennaraskóla, en háværar raddir eru um aukningu þess tíma upp í 2Vá ár a. m. k. Næstur talaði finnski fræðslumálastjórinn, Oittinen. Samkv. fræðslulagafrumvarpi frá 1947 er 7—8 ára skóla- skylda (frá 7 ára aldri). Fyrst er fjögurra ára barnaskóli, en þá tekur við fjögurra ára miðskóli og síðan fjögurra úra menntaskóli eða annað framhaldsnám eftir vild. Keppt verði að samræmdu skólahaldi (enhetsskola) svipað og í Svíþjóð — og á Islandi. Veita skal fátækum efnilegum Uemendum fjárhagsstuðning til náms. Síðasta heimsstyrjöldin truflaði að sjálfsögðu allt skóla- starf í landinu. Kennaraskólar störfuðu aðeins að litlu leyti, karlmenn úr kennarastétt fóru í stríðið og komu margir þeirra ekki aftur. Þess vegna er mikill hörgull á sérmenntuðum kennurum við alla skóla. Fyrir stríð voru aðeins 38 kennarar af tæpl. 14000 kennurum, sem höfðu ekki kennararéttindi, en 1949—1950 voru 16% kennara vettindalausir, og eru þeir valdir úr hópi fólks, sem hlotið hefur nokkra skólamenntun. Reynist þessir próflausu menn Vel í kennslu, geta þeir öðlazt full kennararéttindi með því

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.