Menntamál - 01.05.1951, Qupperneq 8
54
MENNTAMÁL
að fara á nokkurra mánaða kennaranámskeið. Með fjölg-
un kennaraskóla og fleiri aðgerðum er þess vænzt, að eftir
10 ár verði allar kennarastöður í barna- og unglingaskól-
um skipaðar fólki með kennararéttindum.
1 framhalds- og sérskólum er enn meiri hörgull á sér-
menntuðum kennurum, einkum í dreifbýlinu. Laun mennta-
skóla- og kennaraskólakennara eru lág hjá launum iðnað-
armanna o. fl., svo að vart er að búast við, að keppzt verði
um kennarastöðurnar, nema launin hækki.
Það er tilfinnanleg vöntun á skólahúsum. Fyrir stríð
vantaði skólahús í 1200 skólahverfi — af um 6000 —, 129
skólar voru lagðir í rústir í styrjöldinni, og á Karelen, sem
Rússar fengu, voru 637 skólahús. Allmörg skólahús hafa
þegar verið byggð, 250—300 eru í smíðum og 400 í undir-
búningi. Nú er tví- og þrísett í flestar kennslustofur.
1 sjálfu skólastarfinu er við sömu erfiðleika að etja í
Finnlandi og annars staðar á Norðurlöndum. Keppt er að
því að gera námið sem hagnýtast fyrir hvern einstakling
og taka uppeldisvísindin í þjónustu skólastarfsins.
I sambandi við erindið um íslenzka skólakerfið og að-
steðjandi vandamál í sambandi við skólamálin hér á landi
skal þess getið, að fundarmönnum þótti skólatíminn stutt-
ur — einkum í sveitum og þorpum -— enda er árlegur
starfstími skólanna langstytztur hjá okkur. Einnig þótti
skipan skólanna athyglisverð og í sumu til fyrirmyndar.
E. Boyesen, fræðslumálastjóri Norðmanna, hafði í mörg-
um atriðum svipaða sögu að segja og finnski fræðslumála-
stjórinn. Víða verður að tví- eða þrísetja í hverja skóla-
stofu, það vantar kennara og skólahús. Um 500 skólar
voru lagðir í rústir í stríðinu. Um 5 ára skeið útskrifuðust
sárafáir kennarar. Barnafjöldinn eykst óðum, svo að hús-
næðisþörfin er mjög mikil. Talið er, að byggja þurfi skóla
fyrir 1,1 milljarð n. kr.
Hlutur kennaranna í frelsisbaráttu Noregs er víðfræg-