Menntamál - 01.05.1951, Page 9

Menntamál - 01.05.1951, Page 9
menntamál 55 ur. Því verður seint gleymt, hversu frækilega kennararnir börðust fyrir frelsi þjóðar sinnar leynt og ljóst, í orði og verki. Fólk flyzt unnvörpum úr sveitum til sjávar og þéttbýlis. Víða í sveitum eru annarsdagsskólar. Ýmsir erfiðleikar eru í sambandi við þessa tilhögun, og eru háværar raddir um a. m. k. fjögurra daga kennslu á viku. Kennslutími barna í sveitum er nú um 65% af því, sem kaupstaða- börnin fá. Börn eru skólaskyld í 7 ár, en 1960 er búizt við, að 8 ára skólaskylda verði komin á um land allt. Sótzt hefur verið meira eftir bóklegu námi en verklegu, en mikil sókn er hafin til þess að beina störfum skólanna og hug nemendanna til verklegs náms, og stefnt er að því, að próf úr verknámsskólum geti jafnvel veitt aðgang að háskólanámi, án þess að fyrst þurfi að ljúka stúdentsprófi. Allir kennarar við barnaskólana þurfa að taka sams kon- ar kennarapróf. Smábarnakennarapróf er ekki til sem sérstakt próf. Kurt Falck, fulltrúi í sænsku fræðslumálaskrifstofunni, gerði grein fyrir þeim vandamálum, sem efst voru á baugi í skólamálunum þar í landi. Hann taldi óþarft að hafa mörg orð um sjálft skólakerfið, „enhetsskolan“, sem fundar- menn mundu þekkja a. m. k. af afspurn. Samkv. ákvörð- un sænska þingsins 1950 er nú stefnt að samfelldum 9 ára skóla frá 7 ára aldri. Fyrst er „smáskolan", þá „mellan- skolan“ og síðan „realskolan“, og er hvert þessara þriggja stiga 3 ár. Enskunám á að byrja í 5. bekk skólans, en verk- nám hefst aðallega í 7. eða 8. bekk og eigi síðar en í 9. bekk. Einnig skal í 9. bekk aðgreina nám þeirra nemenda, sem fara eiga í menntaskóla, frá öðrum bóknámsdeildarnem- endum. Menntaskólar verða þriggja ára skólar, en þó eru sterkar raddir meðal menntaskólamanna um að fá því breytt í fjögurra ára menntaskóla (sams konar tilhögun og á íslandi).

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.