Menntamál - 01.05.1951, Blaðsíða 11
menntamál
57
uppeldis- og skólamálum Norðurlanda. Er þá fyrst að
nefna það, að skólarnir hjálpi hverjum nemanda til þess
að öðlast þá menntun og fræðslu, sem hann er hæfastur
til og samsvarar andlegum og líkamlegum þroska hans.
Þess vegna er nú þegar víða horfið frá bekkjarkennslu í
þeirri mynd, að allir nemendur bekkjarins skuli vera sam-
ferða í námsgreinunum, hverri um sig. Hér á landi munu
farkennararnir og kennarar við aðra fámenna skóla standa
framarlega í þessum starfsháttum. Aðstaða þeirra gerir
það nærri því óhjákvæmilegt. Er það kannske þess vegna,
sem duglegir nemendur í strjálbýlinu standa svo furðan-
lega vei á sporði dugandi nemendum í stóru skólunum?
Allir fordæmdu ítroðslu og einstrengingsleg þekkingar-
eða minnispróf. Ekki voru samt margir, sem sleppa vildu
öllum prófum, heldur töldu nauðsynlegt að finna leiðir
til prófunar, sem verið gætu sanngjarn og þarfur mæli-
kvarði á hæfni og getu nemendanna. Var lögð áherzla á
þá hjálp, sem uppeldisvísindin gætu í té látið á þessu sviði.
Menn voru sammála um nauðsyn samstarfs skóla og
heimila í uppeldis- og skólamálunum. Þessir aðilar væru
samábyrgir um árangur skólastarfsins, en gætu ekki velt
ábyrgðinni hvor á annan.
Á Norðurlöndum virðist stefnt að því í stjórn fræðslu-
málanna, að hún færist meir og meir frá ráðuneytunum
til fræðslumálaskrifstofanna og héraðsstjórnanna. Yfir-
stjórnin markar aðallínurnar, en nánari tilhögun er á
ábyrgð þeirra, sem annast eiga framkvæmdirnar. Þetta
kalla þeir ,,decentralisation“, og mun það vera hvort-
tveggja, að hið gagnstæða, „centralisation“, mundi of-
hlaða ráðuneytin kvabbi og störfum og þykja stofna e. t. v.
um of til afskipta ríkisvaldsins á svipaðan hátt og í Þýzka-
landi á dögum þjóðernissinna.
Margt fleira bar á góma í sambandi við framanskráð
erindi, bæði á fundum og í samtölum einstaklinga og smá-
hópa, en eigi skal farið nánar út í það að sinni.