Menntamál - 01.05.1951, Page 14
60
MENNTAMÁL
anura fylgja. Sá uppreisnarandi og mótþrói, sem venju-
lega auðkennir hegðun þeirra, er að miklu leyti eðlilegur
þáttur í þeirri baráttu, sem sérhver einstaklingur verður
að heyja, leynt eða ljóst, fyrir sjálfstæði sínu.
Árekstrar milli foreldra og barna á þessum aldursskeið-
um eru óvenjumiklir og verða því harðari sem foreldrarnir
eru ónærgætnari og skilingsminni á sálarlíf barnanna.
Börnin eru óhlýðin, þau vilja ekki fara að annarra ráðum
eða skipunum. Þau vilja ráða sér sjálf, en eru að sjálf-
sögðu ekki þess megnug að sjá fótum sínum forráð. For-
eldrar bregðast mjög misjafnlega við þessu vandamáli, og
hættir þeim mjög til öfga. Sumir foreldrar krefjast skil-
yrðislausrar hlýðni og telja nauðsynlegt að kenna börn-
unum að hlýða, hvað sem það kostar. Aðrir láta börn sín
því nær algerlega sjálfráð og telja sig gera það í nafni
nútíma uppeldisfræði, enda er þægilegt að bera slíkt fyrir
sig, þegar allt um þrýtur og bersýnilegt er, að börnin hafa
náð undirtökunum. Kenningar uppeldisfræðinga nútím-
ans eru hér ýmist túlkaðar ranglega eða menn hafa frem-
ur léð eyru öfgastefnum en þeim, sem á traustari grund-
velli eru byggðar.
Við nánari athugun verður ljóst, að skilyrðislaus og
blind hlýðni getur ekki verið markmið í sjálfu sér. Kraf-
an um óskoraða hlýðni getur — ef unnt er að fram-
íylgja henni — gert börnin að viljalausum verkfærum í
höndum yfirboðara sinna eða augnaþjónum, sem öðlast
aldrei heilsteypta skapgerð né trausta siðgæðisvitund. f
því felst ekki, að hin frjálsa og glaða nútímaæska okkar
þurfi ekki og hafi ekki þurft ,,að læra að hlýða“. Sú hlýðni,
sem nauðsynlegt er að temja hverju barni, verður að eiga
rætur í heilbrigðu tilfinningalífi, jákvæðri afstöðu til
foreldra og umhverfisins og vilja til að vinna þau verk
og temja sér þá háttsemi, sem talin er holl og æskileg
hverju sinni.
Það er engan veginn unnt að „kenna börnum að hlýða“