Menntamál - 01.05.1951, Blaðsíða 15
menntamál
61
með einhverri sérstakri aðferð á sama hátt og unnt er að
kenna börnum að lesa eða skrifa. Hlýðnin er ekki kunn-
átta, heldur birtist í henni geðræn, félagsleg afstaða. Öll
framkoma foreldra gagnvart börnunum og öll afskipti af
þeim, ekki sízt hin geðrænu afskipti, efla eða veikja hverju
sinni þá undirstöðu, sem hlýðnin byggist á. Hvorki er það
vænlegt til heilla né árangurs að ætla að knýja börn til
hlýðni með harðri hendi eða stífni. Miklu farsælla er að
laða þau til að hlýða með ljúfu geði, en til þess að svo
megi verða, er nauðsynlegt, að uppalandinn setji sig í
spor barnanna, reyni að skilja sjálfræðisþörf þeirra og
uppreisnarhug og láti þau sem minnst finna til þess, að
aðrir haldi raunverulega í taumana og stjórni. Foreldrar
ættu ekki að setja börnum sínum aðrar reglur en þær, sem
unnt er að fylgja eftir, og sjá þá um að þeim sé framfylgt.
Þeir ættu að sýna börnum sínum fyllstu nærgætni og haga
orðum sínum þannig, að sjálfræðisþörf þeirra sé ekki mis-
boðið. Til dæmis má benda á, að beiðni og vinsamleg til-
mæli reynast miklu betur en beinar skipanir. Slíkur orða-
lagsmunur getur skipt ótrúlega miklu máli. 1 beiðni og til-
mælum felst nærgætni og virðing fyrir sjálfstæði barn-
anna, en skipanir bera vott um hið gagnstæða og særa því
og æsa upp til mótþróa og reiði.
Ekki er þó ávallt unnt að koma í veg fyrir reiðiköst
barna t. d. á fyrra þrjózkuskeiðinu. En framkoma foreldra
gagnvart börnum í slíkum köstum getur haft mjög
mótandi áhrif á tilfinningalíf þeirra og hátterni. Það er
mjög algengt, að foreldrar ávíti börn sín harðlega fyrir
óþekkt, hóti að gefa þau, setja þau á barnaheimili, eða
beiti þau líkamlegri refsingu eða reki þau út með harðri
hendi, einmitt meðan þau eru í geðæsingu. Óhætt er að
fullyrða, að slík háttsemi fullorðna fólksins er hvorki vel
fallin til geðverndar né til að örva börnin til hlýðni. Þegar
foreldrarnir haga sér þannig, má segja, að hegðun þeirra
sé á jafnlágu þroskastigi og hegðun barnanna. Varast ber