Menntamál - 01.05.1951, Síða 16
62
MENNTAMÁL
með öllu að bregðast við þrjózku barnanna með þrjózku.
Slíkt getur valdið forherðingu þrjózkunnar og getur orðið
til þess, að hún festist svo í fari þeirra, að hún verði ríkt
skapgerðareinkenni fram á fullorðinsár, í stað þess að
hverfa með jafneðlilegum hætti og hún kom, ef henni er
tekið með skilningi og lipurð.
Þegar barn fær þrjózku- eða reiðikast, er það ekki ein-
ungis óþekkt, eins og mönnum er tamast að kalla það,
heldur er það óhamingjusamt og öryggislaust. Aldrei
þarfnast það ástúðar og hlýju fremur en þá. Enginn má
skilja orð mín svo, að ég mæli með eftirlátsemi eða dekri.
Það á ekki að láta undan duttlungum barnsins til þess að
sefa það. Betra er að hjálpa barninu til að sjá, að hlýðnin
er bezti kosturinn. Það gera foreldrar ekki með hótunum
og hirtingum, þegar í óefni er komið og stífni hlaupin í
börnin, heldur með því að standa við hlið þeirra, tala blíð-
lega til þeirra, svo að þau finni, að þau eigi skjól og vernd
hjá foreldrum sínum, jafnvel þegar þau eru viti sínu fjær
af reiði. Þegar þeim er runnin reiðin, er fyrst unnt a& tala
skynsamlega við þau um ágreiningsefnið.
Vart verður lögð of mikil áherzla á þá staðreynd, að
þegar börnin eru sem óástúðlegust sjálf, þarfnast þau
mestrar ástúðar. Ástúð, samfara festu og samkvæmni í
boði og banni stuðlar að því að vekja öryggiskennd með
barninu og efla geðró þess bezt.
Ein „aðferðin", sem fólk bregður fyrir sig til þess að
kenna börnum að hlýða, er að hræða þau. Einu sinni voru
þau hrædd með Grýlu og Leppalúða, en þar sem öll börn
vita, að „nú er hún Grýla gamla dauð“, þýðir ekki lengur
að hræða þau til hlýðni með henni. í stað Grýlu koma nú
t. d. læknar og lögregluþjónar.
Óneitanlega er handhægt að grípa til þess, að hræða
barn með því að læknirinn komi, ef það hlýði ekki. En það
fer svo um þessar sem aðrar fjarstæðar hótanir, að þær
hætta að hrífa, áður en varir. En hræðslan, sem búið er að