Menntamál - 01.05.1951, Page 17

Menntamál - 01.05.1951, Page 17
menntamál 63 innræta barninu, verður venjulega langlífari. Og menn, sem hafa leikið sér að því að hræða börn með læknum, furða sig svo á því, að þau vilji ekki leyfa lækni að skoða sig, hvað þá gera minni háttar aðgerðir, ef því er að skipta. Eins og gefur að skilja, getur hræðsla barns við lækna orðið því dýrkeypt. í augum barnsins ætti læknirinn að vera góður maður, sem hjálpar því og læknar, þegar það er veikt. Að vísu er hér við ramman reip að draga, þar sem læknirinn kemst ekki alltaf hjá því að valda barninu sársauka. En foreldrar og læknar verða að vera samtaka um að gera barninu það sem léttbærast. Forðast ætti með öllu að færa barn með valdi til læknis, og ber ekki síður að forðast að fara með það undir röngu yfirskini, þykjast t. d. ætla í kvikmyndahús með það. Að lokum má minna á þann algenga ósið foreldra og lækna, að telja börnum trú um, að þau muni ekki kenna til, þegar framkvæma á læknisaðgerð, sem getur ekki með neinu móti verið sársaukalaus. Miklu vænlegra er að búa börn undir sársaukann, segja þeim sannleikann: ,,Það verður sárt sem snöggvast, en svo batnar það fljótt.“ Við eigum ekki að blekkja börnin. Ef við gerum það, glötum við trausti þeirra og trúnaði, og þá getum við ekki einu sinni firrt þau kvíða, þegar hann er ástæðulaus. Við eigum að efla geðró barnanna og rækta með þeim hugrekki til þess að taka erfiðleikum lífsins. Við eigum ekki að leyna börnin erfiðleikum og sársauka, sem verður ekki hjá komizt, heldur hjálpa þeim til að taka mótlætinu með hugrekki.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.